27.1.2011 | 00:37
Nettómótiđ 5.- 6. mars 2011 er komiđ í startholurnar
Nettómótiđ 2011 verđur haldiđ helgina 5.- 6. mars 2011 í Reykjanesbć og er allur undirbúningur mótsins kominn á fulla ferđ, enda ţarf margt ađ "smella" svo stćrsta körfuboltamót landsins rúlli eins hnökralaust og mögulegt er, frá upphafi til enda.
20. ára afmćlismótiđ í fyrra var gríđarlega vel heppnađ og fengum viđ víđa klapp á bakiđ og gott knús í mótslok sem okkur ţótti vćnt um, enda má segja ađ tilgangi mótsins sé náđ, ţegar allir fara heim međ góđar minningar í farteskinu. Ţađ sem gerđi mótiđ í fyrra sérstaklega ánćgulegt var ađ okkur tókst ađ halda rennsli og gćđum mótsins ţrátt fyrir 22% fjölgun ţátttakenda frá fyrra ári, en sú fjölgun var umfram allar okkar áćtlanir og vćntingar.
Mótiđ í ár mun keyra á sambćrilegri dagskrá og sömu gćđum og mótiđ í fyrra. Verđskrá mótsins verđur óbreytt frá fyrra ári og eina byltingin sem verđur á mótinu í ár, er ný og glćsileg viđbygging viđ Íţróttahúsiđ í Keflavík sem hefur nýlega veriđ tekin í notkun. Framvegis fćrist móttaka liđa frá Holtaskóla og yfir í Íţróttahúsiđ ţar sem allar deildir félagsins hafa nú fengiđ framtíđarađstöđu fyrir sína félagsstarfssemi. Ţar má m.a. finna glćsilega og rúmgóđa veitingaađstöđu o.fl., auk ţess sem ađgengismál og bílastćđi eru komin í framtíđarhorf.
Upplýsingar um skráningar á mótiđ munu fara í loftiđ fljótlega í febrúar. Allar ţćr körfuknattleiksdeildir landsins sem rćkta barna- og unglingastarf innan sinna vébanda, fá árlegan kynningarbćkling mótsins í hendurnar frá og međ 11. febrúar. Lokafrestur skráningar verđur svo í kring um 25. febrúar.
Nettó, Reykjanesbćr og KarfaN, sameiginlegt hagsmunafélag barna- og unglingaráđa Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarđvíkur, hlakkar til ađ sjá ykkur á Nettómótinu 2011 og ćtlar ađ leggja sig fram um ađ öll fjölskyldan eigi stórbrotna helgi og skemmti sér konunglega, helst frá Afa - Ömmu.
Kveđja
KarfaN
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.