27.2.2011 | 00:28
Skráningum lokiđ - ţátttakan nćr nýjum hćđum
Lokađ hefur veriđ fyrir frekari skráningar á Nettómótiđ 2011. Ljóst er ađ nýtt ţátttökumet verđur slegiđ enn eina ferđina en alls hafa 190 keppnisliđ veriđ skráđ til leiks frá 24 félögum. Til samanburđar má geta ţess ađ 148 keppnisliđ léku á mótinu í fyrra ţannig ađ aukningin er heil 25%.
Ţađ liggur fyrir ađ ţessi fjölgun mun hafa einhver áhrif á tímasetningar mótsins og munum viđ kynna allar slíkar breytingar um leiđ og ţćr liggja fyrir.
Félögin sem taka ţátt í ár eru eftirfarandi:
Ármann, Breiđablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Haukar, Hörđur, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarđvík, Sindri, Skallagrímur, Snćfell, Stjarnan, Tindastóll, UMF Hekla, Valur, Ţór Akureyri, og Ţór Ţorlákshöfn.
Bloggar | Breytt 1.3.2011 kl. 10:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 01:41
"Nett stemming" í loftinu
Nú ţegar lokaskil á skráningum eru ađ renna í hlađ er ekki laust viđ ađ okkur sem berum ábyrgđ á mótinu, bregđi örlítiđ í brún..........ţađ virđist sem 95% af öllum dripplandi börnum á Íslandi ćtli á Nettómótiđ 2011. Í ţađ minnsta hafa liđ frá 24 félögum skráđ sig til leiks sem er bara "Nett stemming" og Íslandsmet í körfuboltaheimi unga fólksins.
Ţađ er gleđiefni ađ ţátttakan verđi svona góđ og ekki síst hvađ landsbyggđaliđin eru ađ koma sterk inn. Vissulega setur svona mögnuđ ţátttaka alla skipulagningu í örlítiđ uppnám, en ţađ verđur ţó leyst međ ábyrgum hćtti án ţess ađ ganga á dagskrá mótsins, annađ kemur ekki til greina. Ţetta gćti ţó t.d. ţýtt ţađ ađ mótinu verđi slitiđ klukkutíma seinna en áćtlađ var en ţađ skýrist nú fyrst fyrir alvöru eftir helgi.
Fylgist međ heimasíđunni, viđ komum međ frekari upplýsingar fljótlega............................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 11:14
Bćklingurinn farinn í dreifingu og gögn komin á netiđ
Öll félög ćttu ađ vera komin međ 28 síđna kynningarbćkling mótsins í hendurnar í síđasta lagi mánudagínn 14. febrúar en flest félög hafa ţegar fengiđ hann í hendurnar.
Hann liggur einnig hér á heimasíđu mótsins ásamt auglýsingaplagati og skjali sem heitir "Skráning á mótiđ 2011", en ţađ skjal er einnig sent međ tölvupósti á alla tengiliđi félaganna.
Einnig höfum viđ sett inn kynningarmyndband ţar sem sjá má skemmtileg myndbrot frá afmćlismótinu 2010. Viđ munum sýna meira af skemmtilegum myndskeiđum á n.k. Nettómómóti.
Öll ţessi gögn liggja hér til hliđar á síđunni undir hlekknum, TENGLAR, Gögn - mótiđ 2011.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 00:37
Nettómótiđ 5.- 6. mars 2011 er komiđ í startholurnar
Nettómótiđ 2011 verđur haldiđ helgina 5.- 6. mars 2011 í Reykjanesbć og er allur undirbúningur mótsins kominn á fulla ferđ, enda ţarf margt ađ "smella" svo stćrsta körfuboltamót landsins rúlli eins hnökralaust og mögulegt er, frá upphafi til enda.
20. ára afmćlismótiđ í fyrra var gríđarlega vel heppnađ og fengum viđ víđa klapp á bakiđ og gott knús í mótslok sem okkur ţótti vćnt um, enda má segja ađ tilgangi mótsins sé náđ, ţegar allir fara heim međ góđar minningar í farteskinu. Ţađ sem gerđi mótiđ í fyrra sérstaklega ánćgulegt var ađ okkur tókst ađ halda rennsli og gćđum mótsins ţrátt fyrir 22% fjölgun ţátttakenda frá fyrra ári, en sú fjölgun var umfram allar okkar áćtlanir og vćntingar.
Mótiđ í ár mun keyra á sambćrilegri dagskrá og sömu gćđum og mótiđ í fyrra. Verđskrá mótsins verđur óbreytt frá fyrra ári og eina byltingin sem verđur á mótinu í ár, er ný og glćsileg viđbygging viđ Íţróttahúsiđ í Keflavík sem hefur nýlega veriđ tekin í notkun. Framvegis fćrist móttaka liđa frá Holtaskóla og yfir í Íţróttahúsiđ ţar sem allar deildir félagsins hafa nú fengiđ framtíđarađstöđu fyrir sína félagsstarfssemi. Ţar má m.a. finna glćsilega og rúmgóđa veitingaađstöđu o.fl., auk ţess sem ađgengismál og bílastćđi eru komin í framtíđarhorf.
Upplýsingar um skráningar á mótiđ munu fara í loftiđ fljótlega í febrúar. Allar ţćr körfuknattleiksdeildir landsins sem rćkta barna- og unglingastarf innan sinna vébanda, fá árlegan kynningarbćkling mótsins í hendurnar frá og međ 11. febrúar. Lokafrestur skráningar verđur svo í kring um 25. febrúar.
Nettó, Reykjanesbćr og KarfaN, sameiginlegt hagsmunafélag barna- og unglingaráđa Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarđvíkur, hlakkar til ađ sjá ykkur á Nettómótinu 2011 og ćtlar ađ leggja sig fram um ađ öll fjölskyldan eigi stórbrotna helgi og skemmti sér konunglega, helst frá Afa - Ömmu.
Kveđja
KarfaN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 22:54
Átt ţú góđar myndir ? Vilt ţú komast á plagat ?
Líklega eru flestir búnir ađ skođa frábćrar myndir frá mótinu á www.karfan.is. Ţar hafa áhugasömum einnig bođist myndirnar til kaups í fullri upplausn til ađ efla tćkjakost ţeirra hugsjónamanna sem halda ţessari frábćru síđu úti. Verđiđ er sanngjarnt og málefniđ er okkur öllum, sem unnum íţróttinni í hag.
Annađ myndasafn má einnig finna á Víkurfréttavefnum, www.vf.is.
Ţar sem viđ mótshaldarar Nettómósins 2010 höfđum í nógu öđru ađ snúast, sjálfa keppnishelgina en ađ taka myndir, viljum viđ hvetja ţá foreldra, liđstjóra og ađra snillinga sem kunna ađ eiga góđar myndir, ađ leyfa okkur ađ deila skemmtilegum augnablikum mótsins međ sér. Ţeir sem vilja vera svo vćnir, eru beđnir ađ senda okkur valdar myndir í góđri upplausn á nettomot@gmail.com. Nauđsynlegt er ađ geta ţess ađila sem tók myndina, og ekki myndi ţađ skemma fyrir ef einhver smá myndtexti fylgdi međ. Ástćđa ţessa er sú, ađ viđ ćtlum ađ láta útbúa plagat til minningar um mótiđ til ađ ramma inn og hengja upp í öllum íţróttahúsum Reykjanesbćjar og jafnvel víđar. Á ţessu plagati yrđu valdar myndir og skemmtilegur texti til ađ halda minningu ţessa afmćlismóts á lofti um ókomin ár.
Einhverjir tóku kannski eftir ţví ađ viđ flökkuđum ađeins um međ myndbandstökuvél á međan mótinu stóđ. Ekki er ólíklegt ađ einhvers konar myndband međ nokkrum snilldartöktum úr mótinu muni líta dagsins ljós ţegar fram líđur.
Međ körfubolta kveđju.
KarfaN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2010 | 10:35
20. mótinu lokiđ - Ţakkir til allra í mótslok
Seinni keppnisdagur Nettómótsins 2010 gekk glimrandi vel. Ţegar leiknir höfđu veriđ 356 leikir lauk gleđinni međ mótsslitum og verđlaunaafhendingu kl.14.30 eftir ađ allir höfđu hlađiđ í sig pizzum frá Langbest og skolađ ţeim niđur međ Pepsi frá Egils. Bćjarstjórn Reykjanesbćjar og leikmenn úr meistaraflokkum félaganna ađstođuđu viđ verđlaunaafhendingu og allir keppendur voru leystir út međ peysum sem minjagrip um mótiđ. Nokkur liđ ţurftu ađ halda heim á leiđ áđur en lokaathöfnin fór fram en ţađ er stundum óhjákvćmilegt, ţar sem margra bíđur langt og strangt ferđalag aftur heim. Viđ vonum ađ ferđalagiđ hafi gengiđ vel og allir hafi náđ ađ taka góđar minningar međ heim af mótinu.
Mótshaldarar vilja ţakka öllum ţátttakendum, foreldrum og forráđarmönnum fyrir frábćra frammistöđu um helgina. Einnig viljum viđ fćra öllum okkar félagsmönnum, sem lögđu hönd á plóginn viđ ţrotlausa vinnu um helgina, bestu ţakkir fyrir óeigingjarnt framlag. Síđast en ekki síst fá öll ţau fyrirtćki og stofnanir sem lagt hafa mótinu liđ okkur bestu ţakkir. Ţar ber sérstaklega ađ nefna tvo ađila sem eru annars vegar Samkaup, rekstrarađili Nettóbúđanna, en ţeir hafa veriđ ađal bakhjarl mótsins í árarađir og hins vegar Reykjanesbć sem styđur okkur međ margvíslegum hćtti viđ mótshaldiđ.
Ţeir sem ţurftu ađ fara fyrr heim, og hafa e.v.t. ekki fengiđ verđlaunapening eđa fengu t.d. of litla eđa of stóra peysu, eru beđnir um ađ láta forráđarmann síns félags hafa ţćr upplýsingar. Sá ađili er síđan beđinn um ađ senda okkur upplýsingarnar međ tölvupósti á nettomot@gmail.com og viđ munum afgreiđa ţćr eins fljótt og vel og okkur er unnt.
Óskilamunum hefur veriđ safnađ saman í Íţróttahúsinu viđ Sunnubraut (sími 421 1771) og m.a. var ţar vegleg myndavél í tösku í óskilum ásamt einhveru slangri af fatnađi.
Ađ lokum viljum viđ senda ungum leikmanni Fsu, Ţorra Elí okkar bestu batakveđjur en hann varđ fyrir ţví óhappi ađ ökklabrotna um hádegisleitiđ á sunnudeginum í íţróttahúsinu Ásbrú. Lćknirinn sem međhöndlađi hann var ţó bjartsýnn á ađ hann myndi ná sér vel og vonum viđ sannarlega ađ svo verđi.
Ţakkir til ykkar allra og vonandi sjáumst viđ sem flest aftur á Nettómótinu 5.-6. mars 2011.
Barna- og unglingaráđ Keflavíkur og Njarđvíkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 23:28
Langur og góđur Laugardagur ađ baki
Ţađ hefur svo sannarlega veriđ líf og fjör í íţróttamannvirkjum Reykjanesbćjar í dag og í kvöld. Algjör metţátttaka er á Nettómótinu 2010, en nákvćmlega 1.017 ţátttakendur eru skráđir til leiks sem er um 21,5 % aukning frá 2009, sem var nćrst stćrsta mótiđ frá upphafi.
Mikil leikgleđi og orka hefur skiniđ úr andlitum unga fólksins í dag og öll hafa ţau komist frá deginum međ stakri prýđi ţó ađ alltaf ţurfi ađ klippa niđur einn og einn plástur. Foreldrar hafa heldur ekki látiđ sitt eftir liggja og m.a. mátti sjá mćđur úr KR etja kappi viđ dćtur sínar í eyđu í Akurskóla í dag.
Hápunktur dagsins var svo kvöldvaka í Toyota höllinni sem sjaldan hefur ţurft ađ hýsa fleiri sálir en í kvöld. Ţátttakendur fengu glađning viđ innganginn sem var Mix í bođi Egils, nammi í bođi Nóa Síríus og Neonljós í bođi hússins. Síđan voru ljósin slökkt og Gilli Trúđur steig á stokk og reif upp stemminguna af sinni alkunnu snilld og reitti af sér brandara. Einnig setti hann í gang trođslukeppni međ sér og nokkrum af helstu körfuboltastjörnum Keflavíkur og Njarđvíkur. Ađ síđustu leyfđi hann nokkrum gestum ađ taka víti og vinna sér inn páskaegg frá Nóa og slúttađi međ ađ kynna til leiks Ingó úr Veđurguđunum sem var alveg frábćr og lagđi ungdóminn ađ fótum sér međ nokkrum af sínum vinsćlustu lögum.
Í ţessum töluđu orđum eru á milli átta og níu hundruđ gestir ađ leggjast til hvílu í skólamannvirkjum bćjarins eftir ađ hafa skolađ niđur mjólk og skúffuköku í mötuneytum skólanna. Fjöriđ hefst snemma á morgun en fyrstu leikir byrja kl. 8.00 og nokkrir byrja daginn á ađ fara í bíó kl. 9.00, sem er ábyggilega óvenjulegasti sýningartími í bíó á Íslandi, frá ţví ađ sá magnađi afţreyingarmiđill hóf göngu sína.
Takk fyrir góđan dag og endurtökum gleđina á morgun.
P.s.
ţađ eru komnar inn nokkrar myndir frá mótinu á ţeim frábćra vefmiđli Karfan.is Ţessar myndir eru hreint stórkostlegar og algjörlega á heimsmćlikvarđa, ţó viđ vitum ekki ţegar ţetta er skrifađ, hver tók ţćr. Njótiđ međ okkur og skođiđ hér
Bloggar | Breytt 7.3.2010 kl. 01:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 17:19
Ţá fer mótiđ alveg ađ bresta á.....
Ţá fer allt ađ verđa klárt til ađ Nettómótiđ 2010 geti fariđ ađ rúlla. Niđurröđun leikja er enn óbreytt og settar hafa veriđ inn ţrjár nýjar möppur hér til hliđar á síđunni undir hlekknum "Gögn - mótiđ 2010". Í ţeim má finna upplýsingar um gististađi liđa, tilkynningar sem gott er ađ kynna sér og rútuferđir í tengslum viđ bíósýningar.
Ţar sem ţátttaka er mikil á mótinu ţurfa allir ađ leggja sitt af mörkum til ađ mótiđ geti gengiđ sem best fyrir sig og ef eitthvađ kemur upp á skulum viđ líta á ţađ sem verkefni, en ekki vandamál :)
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 10:12
Niđurröđun leikja og breyting á dagskrá
Oftast verđa einhverjar smávćgilegar breytingar á leikjaniđurröđun alveg fram ađ móti en viđ vonum ađ sjálfsögđu ađ ekki komi til neinna breytinga. Allar breytingar verđa ţó tilkynntar um leiđ og ţćr liggja fyrir.
Vegna ţess ađ útlit er fyrir met ţátttöku í ár höfum viđ orđiđ ađ gera nokkrar smávćgilegar breytingar á dagskrá frá ţví sem kemur fram í bćklingi mótsins. Um er ađ rćđa eftirfarandi breytingar:
- Í bćklingnum eru vellir 11 & 12 í Akurskóla og völlur 13 á Ásbrú.
- Vellir 11 & 12 verđa á Ásbrú og völlur 13 í Akurskóla.
- Bíósýningarnar verđa 10 en ekki 8 eins og stendur í bćklingnum og felst breytingin í ţví ađ sýningar á sunnudegi verđa ţrjár, kl. 9, 10 og 11.
- Myllubakkaskóli bćstist viđ sem gististađur ţannig ađ gist verđur í fjórum skólum í stađ ţriggja.
- Mótsslit verđa kl. 14.30 í stađ 13.30
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2010 | 12:00
Skráningu er lokiđ - Gríđarlegur áhugi á mótinu
Ármann, Breiđablik, Fjölnir, FSU, Grindavík, Haukar, Hekla, Hörđur, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarđvík, Reykdćlir, Snćfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Ţór Akureyri.
Vinna viđ leikjaniđurröđun mótsins stendur nú yfir og er áćtlađ ađ henni ljúki á miđvikudag. Hún verđur send til allra ţátttökuliđa og birt hér á heimasíđu mótsins um leiđ og hún er klár.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)