Samkaupsmótiđ kveđur – Nettómótiđ tekur viđ

Stćrsta og veglegasta körfuboltamót  sem haldiđ er á Íslandi ár hvert fyrir börn, Samkaupsmótiđ, mun í ár skipta um nafn og kallast Nettómótiđ.  Ţó ađ í raun sé um sama bakhjarl ađ rćđa og áđur ţá rćđur sú stađreynd för ađ Nettó verslanir Samkaupa eru orđnar helstu flaggskip fyrirtćkisins.

KarfaN sem er sameiginlegt hagsmunafélag  barna- og unglingaráđa Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarđvíkur er ţessa dagana á fullu í undirbúningi nćsta Nettómóts sem verđur jafnframt 20. ára afmćlismót og verđur haldiđ helgina 6-7. mars í Reykjanesbć. 

Ţađ er gott til ţess ađ vita ađ svarnir andstćđingar á vellinum geti tekiđ sig saman međ ţessum hćtti og haldiđ glćsilegt körfuboltamót fyrir krakka á Íslandi, 11 ára og yngri. 

Ţađ er samt ekki bara leikinn körfubolti á Nettómótinu ţó hann sé  vissulega útgangspunktur og hornsteinn mótsins,  heldur er um ađ rćđa heildrćna fjölskylduhátíđ ţar sem allir eru sigurvegarar.  Ţetta er ćvintýrahelgi ţar sem margir spennandi hlutir gerast. Krakkarnir gista saman og borđa morgun- hádegis- og kvöldverđ, fara í pizzuveislu, bíó, sund, kvöldvöku, fá gjafir og kíkja viđ í stanslaust fjör í Reykjaneshöllinni,  ţar sem m.a. má reyna sig í lengsta hoppukastala landsins.  Ef ţau hafa tíma og ţor geta ţau líka heimsótt Skessuna í hellinum sem býr viđ smábátahöfnina í Grófinni.

Orđspor mótsins hefur vaxiđ jafnt og ţétt á á ţessum tuttugu árum.  Á mótiđ 2009 mćttu 836 ţátttakendur til leiks og  mynduđu 131 keppnisliđ.  Leiknir voru 313 leikir á 13 völlum í sex íţróttahúsum.  Á fimmta hundrađ sjálfbođaliđar koma ađ framkvćmd mótsins og ţrátt fyrir allan ţennan fjölda ungmennafélagsmanna vćri svona framkvćmd ekki gerleg, ef ekki kćmi til dýrmćtur stuđningur bćjarfélagsins okkar, sem međ stuđningi sínum viđ slíkt verkefni undirstrikar ađ Reykjanesbćr er ÍŢRÓTTABĆR.

Ţessa dagana eru sjálfbođaliđar félaganna á fullri ferđ í bćjarfélaginu ađ leita stuđnings fyrirtćkja, stofnana og einstaklinga viđ mótshaldiđ.  Viđ biđjum alla sem kunna ađ verđa á vegi ţeirra ađ taka vel á móti ţeim og sýna samstöđu međ okkar tímalausa slagorđi:  Margt smátt gerir eitt stórt

Upplýsingar um skráningar á mótiđ munu fara í loftiđ fljótlega og er stefnt ađ ţví ađ allar körfuknattleiksdeildir landsins fái kynningarbćkling mótsins í hendurnar frá og međ 10. febrúar.  Líkt og áđur leitast skipuleggendur mótsins viđ ađ hafa umgjörđina sem glćsilegasta um leiđ og viđ treystum okkur til ađ fullyrđa ađ ţátttökugjald mótsins verđi eitt ţađ lćgsta á landinu fyrir mót af ţessum toga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband