6.3.2010 | 23:28
Langur og góđur Laugardagur ađ baki
Ţađ hefur svo sannarlega veriđ líf og fjör í íţróttamannvirkjum Reykjanesbćjar í dag og í kvöld. Algjör metţátttaka er á Nettómótinu 2010, en nákvćmlega 1.017 ţátttakendur eru skráđir til leiks sem er um 21,5 % aukning frá 2009, sem var nćrst stćrsta mótiđ frá upphafi.
Mikil leikgleđi og orka hefur skiniđ úr andlitum unga fólksins í dag og öll hafa ţau komist frá deginum međ stakri prýđi ţó ađ alltaf ţurfi ađ klippa niđur einn og einn plástur. Foreldrar hafa heldur ekki látiđ sitt eftir liggja og m.a. mátti sjá mćđur úr KR etja kappi viđ dćtur sínar í eyđu í Akurskóla í dag.
Hápunktur dagsins var svo kvöldvaka í Toyota höllinni sem sjaldan hefur ţurft ađ hýsa fleiri sálir en í kvöld. Ţátttakendur fengu glađning viđ innganginn sem var Mix í bođi Egils, nammi í bođi Nóa Síríus og Neonljós í bođi hússins. Síđan voru ljósin slökkt og Gilli Trúđur steig á stokk og reif upp stemminguna af sinni alkunnu snilld og reitti af sér brandara. Einnig setti hann í gang trođslukeppni međ sér og nokkrum af helstu körfuboltastjörnum Keflavíkur og Njarđvíkur. Ađ síđustu leyfđi hann nokkrum gestum ađ taka víti og vinna sér inn páskaegg frá Nóa og slúttađi međ ađ kynna til leiks Ingó úr Veđurguđunum sem var alveg frábćr og lagđi ungdóminn ađ fótum sér međ nokkrum af sínum vinsćlustu lögum.
Í ţessum töluđu orđum eru á milli átta og níu hundruđ gestir ađ leggjast til hvílu í skólamannvirkjum bćjarins eftir ađ hafa skolađ niđur mjólk og skúffuköku í mötuneytum skólanna. Fjöriđ hefst snemma á morgun en fyrstu leikir byrja kl. 8.00 og nokkrir byrja daginn á ađ fara í bíó kl. 9.00, sem er ábyggilega óvenjulegasti sýningartími í bíó á Íslandi, frá ţví ađ sá magnađi afţreyingarmiđill hóf göngu sína.
Takk fyrir góđan dag og endurtökum gleđina á morgun.
P.s.
ţađ eru komnar inn nokkrar myndir frá mótinu á ţeim frábćra vefmiđli Karfan.is Ţessar myndir eru hreint stórkostlegar og algjörlega á heimsmćlikvarđa, ţó viđ vitum ekki ţegar ţetta er skrifađ, hver tók ţćr. Njótiđ međ okkur og skođiđ hér
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.