Leikaniðurröðun lokið, og allt að verða klárt.

Þá er leikjaniðurröðunin tilbúin og komin á síðuna undir, Gögn - mótið 2013. Þar má einnig sjá allar upplýsingar um  keppnisliðin sem eru 196, bíóferðir liða og Tilkynningu til liða þar sem finna má nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir mótið.

Ábending til þeirra sem eiga erfitt með að finna sitt lið í leikjaniðurröðuninni;

  • Opna skjalið í Acrobat Reader
  • Halda niðri Ctrl takkanum og ýta á F (Ctrl+F)
  • Slá inn heiti liðsins og hugbúnaðurinn finnur hvar nafn liðsins kemur fyrir í skjalinu

Nú er m.a. byrjað að skipuleggja gistingar liða í skólum bæjarins. Það skipulag verður sett á heimasíðuna  um leið og það telst fullsmíðað, sem verður líklega ekki fyrr en á föstudag skv. venju.  ATH. að félög þurfa að leggja raunsætt mat á hve margir gista með liðunum, þannig getum við gert ráð fyrir nægjanlegu plássi fyrir liðin.

Það liggur þó fyrir að þau lið sem koma á föstudagskvöldinu munu gista í Holtaskóla við Sunnubraut.

Munið síðan yfirlitskortið í miðju mótsbæklingsins - Það hjálpar ykkur að taka réttar stefnur á alla lykilstaði mótsins :)

ATH. að þeir iðkendur í elsta árgangnum, sem munu m.a leika á stórum velli í Íþróttamiðstöðinni í Garði, er bent á að 10. min akstur er á milli Sunnubrautar og Garðs, en Íþróttamiðstöðin er ca. miðja vegu á hægri hönd þegar keyrt er eftir Garðbrautinni.  Einnig er upplagt fyrir þau lið sem þar leika að prófa góða sundaðstöðu sem þar er. 

Liðin geta pantað skutlu í Garðinn eða hvaða annan leikstað sem er, bara að hringja í 863 0571 eða 863 0572 - Þið hringið - Við sækjum & skutlum - Allt í boði Nettómótsins - Eintómt dekur alla helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband