Staðan á niðurröðun leikja - UPPFÆRT

Hér til hliðar á síðunni undir Gögn - mótið 2018 er hægt að nálgast leikjaniðurröðun allra leikja, óflokkaða þó. Það hefur gengið hægar en við vildum að flokka hana niður en við vinnum þó að því hörðum höndum og setjum hana inn um leið og hún liggur fyrir.  Listinn yfir liðinn er einnig uppfærður, litlar breytingar á honum þó en hann er nauðsynlegur ef þið viljið skoða sjálf hvar ykkar leikir eru í heildarniðurröðuninni.

Flokkuð niðurröðun felst í því að hvert einstakt lið fær sína dagskrá beint í hendurnar með yfirliti yfir leiki síns liðs, kl. hvað þeir eru, á hvaða velli, við hvaða lið verður leikið og hvenær verður farið í bíó. Flokkaða niðurröðunin er jafnframt loka árekstrarpróf leikjadagskrár. Þetta auðveldar jafnframt foreldrum og forráðamönnum umtalsvert alla skipulagningu þar sem búið verður að handtína þetta úr 680 leikja hafinu fyrir þá.

Endanleg tala keppnisliða er 267 og leiknir verða 680 leikir á 32 klukkutímum á mótinu. Leikvellirnir verða 15 í 6 íþróttahúsum. 

Tímarammi leikja:

Laugardagur:

leikir hefjast á öllum völlum kl. 8.00 og lýkur kl. 19.00

Sunnudagur:

leikir hefjast á öllum völlum kl. 8.00 og lýkur ýmist kl. 15.30 eða 16.00.

Verðlaunaafhenting hefst stundvíslega kl. 16.15 á sunnudag í íþróttahúsinu við Sunnubraut.

Leikið verður á eftirfarandi stöðum:

Íþróttahúsið í Keflavík - vellir 1-6

Íþróttahúsið í Njarðvík - vellir 7 og 8

Íþróttahús Heiðarskóla - vellir 9 og 10

Íþróttahús Akurskóla - vellir 11 og 12

Íþróttahús Myllubakkaskóla - völlur 13

Íþróttamiðstöðin í Garði - vellir 14 og 15.

Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

KarfaN, hagsmunafélag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband