Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2010 | 10:12
Niðurröðun leikja og breyting á dagskrá
Oftast verða einhverjar smávægilegar breytingar á leikjaniðurröðun alveg fram að móti en við vonum að sjálfsögðu að ekki komi til neinna breytinga. Allar breytingar verða þó tilkynntar um leið og þær liggja fyrir.
Vegna þess að útlit er fyrir met þátttöku í ár höfum við orðið að gera nokkrar smávægilegar breytingar á dagskrá frá því sem kemur fram í bæklingi mótsins. Um er að ræða eftirfarandi breytingar:
- Í bæklingnum eru vellir 11 & 12 í Akurskóla og völlur 13 á Ásbrú.
- Vellir 11 & 12 verða á Ásbrú og völlur 13 í Akurskóla.
- Bíósýningarnar verða 10 en ekki 8 eins og stendur í bæklingnum og felst breytingin í því að sýningar á sunnudegi verða þrjár, kl. 9, 10 og 11.
- Myllubakkaskóli bæstist við sem gististaður þannig að gist verður í fjórum skólum í stað þriggja.
- Mótsslit verða kl. 14.30 í stað 13.30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2010 | 12:00
Skráningu er lokið - Gríðarlegur áhugi á mótinu
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSU, Grindavík, Haukar, Hekla, Hörður, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Reykdælir, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Akureyri.
Vinna við leikjaniðurröðun mótsins stendur nú yfir og er áætlað að henni ljúki á miðvikudag. Hún verður send til allra þátttökuliða og birt hér á heimasíðu mótsins um leið og hún er klár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 08:08
Samkaupsmótið kveður – Nettómótið tekur við
KarfaN sem er sameiginlegt hagsmunafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur er þessa dagana á fullu í undirbúningi næsta Nettómóts sem verður jafnframt 20. ára afmælismót og verður haldið helgina 6-7. mars í Reykjanesbæ.
Það er gott til þess að vita að svarnir andstæðingar á vellinum geti tekið sig saman með þessum hætti og haldið glæsilegt körfuboltamót fyrir krakka á Íslandi, 11 ára og yngri.
Það er samt ekki bara leikinn körfubolti á Nettómótinu þó hann sé vissulega útgangspunktur og hornsteinn mótsins, heldur er um að ræða heildræna fjölskylduhátíð þar sem allir eru sigurvegarar. Þetta er ævintýrahelgi þar sem margir spennandi hlutir gerast. Krakkarnir gista saman og borða morgun- hádegis- og kvöldverð, fara í pizzuveislu, bíó, sund, kvöldvöku, fá gjafir og kíkja við í stanslaust fjör í Reykjaneshöllinni, þar sem m.a. má reyna sig í lengsta hoppukastala landsins. Ef þau hafa tíma og þor geta þau líka heimsótt Skessuna í hellinum sem býr við smábátahöfnina í Grófinni.
Orðspor mótsins hefur vaxið jafnt og þétt á á þessum tuttugu árum. Á mótið 2009 mættu 836 þátttakendur til leiks og mynduðu 131 keppnislið. Leiknir voru 313 leikir á 13 völlum í sex íþróttahúsum. Á fimmta hundrað sjálfboðaliðar koma að framkvæmd mótsins og þrátt fyrir allan þennan fjölda ungmennafélagsmanna væri svona framkvæmd ekki gerleg, ef ekki kæmi til dýrmætur stuðningur bæjarfélagsins okkar, sem með stuðningi sínum við slíkt verkefni undirstrikar að Reykjanesbær er ÍÞRÓTTABÆR.
Þessa dagana eru sjálfboðaliðar félaganna á fullri ferð í bæjarfélaginu að leita stuðnings fyrirtækja, stofnana og einstaklinga við mótshaldið. Við biðjum alla sem kunna að verða á vegi þeirra að taka vel á móti þeim og sýna samstöðu með okkar tímalausa slagorði: Margt smátt gerir eitt stórt
Upplýsingar um skráningar á mótið munu fara í loftið fljótlega og er stefnt að því að allar körfuknattleiksdeildir landsins fái kynningarbækling mótsins í hendurnar frá og með 10. febrúar. Líkt og áður leitast skipuleggendur mótsins við að hafa umgjörðina sem glæsilegasta um leið og við treystum okkur til að fullyrða að þátttökugjald mótsins verði eitt það lægsta á landinu fyrir mót af þessum toga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 23:02
Þakkir í mótslok 2009
836 þátttakendur mættu til leiks, mynduðu 131 keppnislið og spilaðir voru 313 leikir um helgina.
Við viljum þakka eftirtöldum félögum fyrir þátttökuna: Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSU, Grindavík, Haukar, Hekla, Hörður, ÍBV, Keflavík, Kormákur, KR, Njarðvík, Reykdælir, Reynir, Sindri, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak.
Myndir frá mótinu má finna á eftirtöldum vefsíðum:
karfan.is -> Myndasafn 1 Myndasafn 2
vf.is -> Myndasafn 1 Myndasafn 2
samkaupsmot.blog.is -> Myndasafn
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á 20. Samkaupsmótinu í mars á næsta ári.
Barna- og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur
Bloggar | Breytt 2.2.2010 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 20:49
Samkaupsmótið 2009
Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 1997 og síðar.
Leikið verður á 14 völlum, 2 x 12 mínútur hver leikur.
Innifalið í mótsgjaldi:
- Bíóferð
- Fyrir krakka 8 til 11 ára verður myndin RACE TO WITCH MOUNTAIN en um er að ræða frumsýningu á Íslandi
- Fyrir krakka 6 og 7 ára verður myndin MADAGASGAR 2 sem er ný mynd og hæfir vel þeim aldurshópi.
- Hádegismatur á laugardag
- Sundferð
- Kvöldmatur á laugardag
- Kvöldvaka
- Kvöldhressing á laugardagskvöld
- Gisting
- Morgunmatur á sunnudag
- Hádegismatur á sunnudag - pizzuveisla
- Verðlaunapeningur
- Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar verður boðið uppá margskonar afþreyingu t. d. hoppukastala, körfubolta, fótbolta, folf (frisbee-gólf) og margt fleira. Um er að ræða 7.840m² leiksvæði.
Mótsgjald:
- Félagsgjald kr. 10.000.-
- Gjald per. þátttakanda er kr. 4.000.-
- Frítt er fyrir 1 þjálfara og 1 aðstoðarmann á hvert lið
20 síðna bæklingur mótsins verður sendur félögum fyrir mótið. Í honum eru allar upplýsingar um mótið. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn undir liðnum Tenglar, sem er vinstra megin á þessari síðu.
Skráning:
Falur J. Harðarson
Netfang: samkaupsmot@gmail.com
Sími: 896-4468
Athugið að síðasti skráningardagur er 27. febrúar, kl. 20:00
Bloggar | Breytt 25.2.2009 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)