Færsluflokkur: Bloggar
3.3.2011 | 13:27
Tilkynning fyrir mót
Hér á hægri hlið síðunnar undir hlekknum, Gögn - mótið 2011 hefur verið sett inn nýtt skjal sem heitir Tilkynning fyrir mót 2011.
Vinsamlegast kynnið ykkur skjalið en í því eru frekari upplýsingar um eitt og annað viðkomandi mótinu sem nauðsynlegt er að vita. Þetta er þó hluti af þeim gögnum sem forráðamenn liðanna fá send með tölvupósti og við innritun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2011 | 11:01
Leikjaniðurröðun og fleiri upplýsingar
Komnar eru upplýsingar á heimasíðuna um keppnisliðin og leikjaniðurröðun á Nettómótinu 2011. Þessi gögn liggja hér á hægri hlið síðunnar undir hlekknum, Gögn - mótið 2011.
Líkt og ávallt vonum við að ekki komi til breytinga á leikjaniðurröðun mótsins en við skulum bíða og sjá til þar sem hættan á breytingum eykst í hlutfalli við fjölda skráðra keppnisliða.
Þar sem fyrirhugaður tímarammi mótsins heldur ekki vegna gríðarlegrar þátttöku liggja eftirfarandi breytingar fyrir:
- Við hefjum keppni kl. 08.00 báða dagana
- Keppni lýkur kl. 15.00 á sunnudegi
- Verðlaunaafhending og mótsslit hefjast kl. 15.30
- Bíósýningarnar verða 12 í ár.
Við munum halda áfram að birta upplýsingar á heimasíðunni í aðdraganda mótsins - Fylgist því vel með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 00:28
Skráningum lokið - þátttakan nær nýjum hæðum
Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar á Nettómótið 2011. Ljóst er að nýtt þátttökumet verður slegið enn eina ferðina en alls hafa 190 keppnislið verið skráð til leiks frá 24 félögum. Til samanburðar má geta þess að 148 keppnislið léku á mótinu í fyrra þannig að aukningin er heil 25%.
Það liggur fyrir að þessi fjölgun mun hafa einhver áhrif á tímasetningar mótsins og munum við kynna allar slíkar breytingar um leið og þær liggja fyrir.
Félögin sem taka þátt í ár eru eftirfarandi:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Haukar, Hörður, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, UMF Hekla, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.
Bloggar | Breytt 1.3.2011 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 01:41
"Nett stemming" í loftinu
Nú þegar lokaskil á skráningum eru að renna í hlað er ekki laust við að okkur sem berum ábyrgð á mótinu, bregði örlítið í brún..........það virðist sem 95% af öllum dripplandi börnum á Íslandi ætli á Nettómótið 2011. Í það minnsta hafa lið frá 24 félögum skráð sig til leiks sem er bara "Nett stemming" og Íslandsmet í körfuboltaheimi unga fólksins.
Það er gleðiefni að þátttakan verði svona góð og ekki síst hvað landsbyggðaliðin eru að koma sterk inn. Vissulega setur svona mögnuð þátttaka alla skipulagningu í örlítið uppnám, en það verður þó leyst með ábyrgum hætti án þess að ganga á dagskrá mótsins, annað kemur ekki til greina. Þetta gæti þó t.d. þýtt það að mótinu verði slitið klukkutíma seinna en áætlað var en það skýrist nú fyrst fyrir alvöru eftir helgi.
Fylgist með heimasíðunni, við komum með frekari upplýsingar fljótlega............................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 11:14
Bæklingurinn farinn í dreifingu og gögn komin á netið
Öll félög ættu að vera komin með 28 síðna kynningarbækling mótsins í hendurnar í síðasta lagi mánudagínn 14. febrúar en flest félög hafa þegar fengið hann í hendurnar.
Hann liggur einnig hér á heimasíðu mótsins ásamt auglýsingaplagati og skjali sem heitir "Skráning á mótið 2011", en það skjal er einnig sent með tölvupósti á alla tengiliði félaganna.
Einnig höfum við sett inn kynningarmyndband þar sem sjá má skemmtileg myndbrot frá afmælismótinu 2010. Við munum sýna meira af skemmtilegum myndskeiðum á n.k. Nettómómóti.
Öll þessi gögn liggja hér til hliðar á síðunni undir hlekknum, TENGLAR, Gögn - mótið 2011.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 00:37
Nettómótið 5.- 6. mars 2011 er komið í startholurnar
Nettómótið 2011 verður haldið helgina 5.- 6. mars 2011 í Reykjanesbæ og er allur undirbúningur mótsins kominn á fulla ferð, enda þarf margt að "smella" svo stærsta körfuboltamót landsins rúlli eins hnökralaust og mögulegt er, frá upphafi til enda.
20. ára afmælismótið í fyrra var gríðarlega vel heppnað og fengum við víða klapp á bakið og gott knús í mótslok sem okkur þótti vænt um, enda má segja að tilgangi mótsins sé náð, þegar allir fara heim með góðar minningar í farteskinu. Það sem gerði mótið í fyrra sérstaklega ánægulegt var að okkur tókst að halda rennsli og gæðum mótsins þrátt fyrir 22% fjölgun þátttakenda frá fyrra ári, en sú fjölgun var umfram allar okkar áætlanir og væntingar.
Mótið í ár mun keyra á sambærilegri dagskrá og sömu gæðum og mótið í fyrra. Verðskrá mótsins verður óbreytt frá fyrra ári og eina byltingin sem verður á mótinu í ár, er ný og glæsileg viðbygging við Íþróttahúsið í Keflavík sem hefur nýlega verið tekin í notkun. Framvegis færist móttaka liða frá Holtaskóla og yfir í Íþróttahúsið þar sem allar deildir félagsins hafa nú fengið framtíðaraðstöðu fyrir sína félagsstarfssemi. Þar má m.a. finna glæsilega og rúmgóða veitingaaðstöðu o.fl., auk þess sem aðgengismál og bílastæði eru komin í framtíðarhorf.
Upplýsingar um skráningar á mótið munu fara í loftið fljótlega í febrúar. Allar þær körfuknattleiksdeildir landsins sem rækta barna- og unglingastarf innan sinna vébanda, fá árlegan kynningarbækling mótsins í hendurnar frá og með 11. febrúar. Lokafrestur skráningar verður svo í kring um 25. febrúar.
Nettó, Reykjanesbær og KarfaN, sameiginlegt hagsmunafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, hlakkar til að sjá ykkur á Nettómótinu 2011 og ætlar að leggja sig fram um að öll fjölskyldan eigi stórbrotna helgi og skemmti sér konunglega, helst frá Afa - Ömmu.
Kveðja
KarfaN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 22:54
Átt þú góðar myndir ? Vilt þú komast á plagat ?
Líklega eru flestir búnir að skoða frábærar myndir frá mótinu á www.karfan.is. Þar hafa áhugasömum einnig boðist myndirnar til kaups í fullri upplausn til að efla tækjakost þeirra hugsjónamanna sem halda þessari frábæru síðu úti. Verðið er sanngjarnt og málefnið er okkur öllum, sem unnum íþróttinni í hag.
Annað myndasafn má einnig finna á Víkurfréttavefnum, www.vf.is.
Þar sem við mótshaldarar Nettómósins 2010 höfðum í nógu öðru að snúast, sjálfa keppnishelgina en að taka myndir, viljum við hvetja þá foreldra, liðstjóra og aðra snillinga sem kunna að eiga góðar myndir, að leyfa okkur að deila skemmtilegum augnablikum mótsins með sér. Þeir sem vilja vera svo vænir, eru beðnir að senda okkur valdar myndir í góðri upplausn á nettomot@gmail.com. Nauðsynlegt er að geta þess aðila sem tók myndina, og ekki myndi það skemma fyrir ef einhver smá myndtexti fylgdi með. Ástæða þessa er sú, að við ætlum að láta útbúa plagat til minningar um mótið til að ramma inn og hengja upp í öllum íþróttahúsum Reykjanesbæjar og jafnvel víðar. Á þessu plagati yrðu valdar myndir og skemmtilegur texti til að halda minningu þessa afmælismóts á lofti um ókomin ár.
Einhverjir tóku kannski eftir því að við flökkuðum aðeins um með myndbandstökuvél á meðan mótinu stóð. Ekki er ólíklegt að einhvers konar myndband með nokkrum snilldartöktum úr mótinu muni líta dagsins ljós þegar fram líður.
Með körfubolta kveðju.
KarfaN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2010 | 10:35
20. mótinu lokið - Þakkir til allra í mótslok
Seinni keppnisdagur Nettómótsins 2010 gekk glimrandi vel. Þegar leiknir höfðu verið 356 leikir lauk gleðinni með mótsslitum og verðlaunaafhendingu kl.14.30 eftir að allir höfðu hlaðið í sig pizzum frá Langbest og skolað þeim niður með Pepsi frá Egils. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og leikmenn úr meistaraflokkum félaganna aðstoðuðu við verðlaunaafhendingu og allir keppendur voru leystir út með peysum sem minjagrip um mótið. Nokkur lið þurftu að halda heim á leið áður en lokaathöfnin fór fram en það er stundum óhjákvæmilegt, þar sem margra bíður langt og strangt ferðalag aftur heim. Við vonum að ferðalagið hafi gengið vel og allir hafi náð að taka góðar minningar með heim af mótinu.
Mótshaldarar vilja þakka öllum þátttakendum, foreldrum og forráðarmönnum fyrir frábæra frammistöðu um helgina. Einnig viljum við færa öllum okkar félagsmönnum, sem lögðu hönd á plóginn við þrotlausa vinnu um helgina, bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag. Síðast en ekki síst fá öll þau fyrirtæki og stofnanir sem lagt hafa mótinu lið okkur bestu þakkir. Þar ber sérstaklega að nefna tvo aðila sem eru annars vegar Samkaup, rekstraraðili Nettóbúðanna, en þeir hafa verið aðal bakhjarl mótsins í áraraðir og hins vegar Reykjanesbæ sem styður okkur með margvíslegum hætti við mótshaldið.
Þeir sem þurftu að fara fyrr heim, og hafa e.v.t. ekki fengið verðlaunapening eða fengu t.d. of litla eða of stóra peysu, eru beðnir um að láta forráðarmann síns félags hafa þær upplýsingar. Sá aðili er síðan beðinn um að senda okkur upplýsingarnar með tölvupósti á nettomot@gmail.com og við munum afgreiða þær eins fljótt og vel og okkur er unnt.
Óskilamunum hefur verið safnað saman í Íþróttahúsinu við Sunnubraut (sími 421 1771) og m.a. var þar vegleg myndavél í tösku í óskilum ásamt einhveru slangri af fatnaði.
Að lokum viljum við senda ungum leikmanni Fsu, Þorra Elí okkar bestu batakveðjur en hann varð fyrir því óhappi að ökklabrotna um hádegisleitið á sunnudeginum í íþróttahúsinu Ásbrú. Læknirinn sem meðhöndlaði hann var þó bjartsýnn á að hann myndi ná sér vel og vonum við sannarlega að svo verði.
Þakkir til ykkar allra og vonandi sjáumst við sem flest aftur á Nettómótinu 5.-6. mars 2011.
Barna- og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 23:28
Langur og góður Laugardagur að baki
Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar í dag og í kvöld. Algjör metþátttaka er á Nettómótinu 2010, en nákvæmlega 1.017 þátttakendur eru skráðir til leiks sem er um 21,5 % aukning frá 2009, sem var nærst stærsta mótið frá upphafi.
Mikil leikgleði og orka hefur skinið úr andlitum unga fólksins í dag og öll hafa þau komist frá deginum með stakri prýði þó að alltaf þurfi að klippa niður einn og einn plástur. Foreldrar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og m.a. mátti sjá mæður úr KR etja kappi við dætur sínar í eyðu í Akurskóla í dag.
Hápunktur dagsins var svo kvöldvaka í Toyota höllinni sem sjaldan hefur þurft að hýsa fleiri sálir en í kvöld. Þátttakendur fengu glaðning við innganginn sem var Mix í boði Egils, nammi í boði Nóa Síríus og Neonljós í boði hússins. Síðan voru ljósin slökkt og Gilli Trúður steig á stokk og reif upp stemminguna af sinni alkunnu snilld og reitti af sér brandara. Einnig setti hann í gang troðslukeppni með sér og nokkrum af helstu körfuboltastjörnum Keflavíkur og Njarðvíkur. Að síðustu leyfði hann nokkrum gestum að taka víti og vinna sér inn páskaegg frá Nóa og slúttaði með að kynna til leiks Ingó úr Veðurguðunum sem var alveg frábær og lagði ungdóminn að fótum sér með nokkrum af sínum vinsælustu lögum.
Í þessum töluðu orðum eru á milli átta og níu hundruð gestir að leggjast til hvílu í skólamannvirkjum bæjarins eftir að hafa skolað niður mjólk og skúffuköku í mötuneytum skólanna. Fjörið hefst snemma á morgun en fyrstu leikir byrja kl. 8.00 og nokkrir byrja daginn á að fara í bíó kl. 9.00, sem er ábyggilega óvenjulegasti sýningartími í bíó á Íslandi, frá því að sá magnaði afþreyingarmiðill hóf göngu sína.
Takk fyrir góðan dag og endurtökum gleðina á morgun.
P.s.
það eru komnar inn nokkrar myndir frá mótinu á þeim frábæra vefmiðli Karfan.is Þessar myndir eru hreint stórkostlegar og algjörlega á heimsmælikvarða, þó við vitum ekki þegar þetta er skrifað, hver tók þær. Njótið með okkur og skoðið hér
Bloggar | Breytt 7.3.2010 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 17:19
Þá fer mótið alveg að bresta á.....
Þá fer allt að verða klárt til að Nettómótið 2010 geti farið að rúlla. Niðurröðun leikja er enn óbreytt og settar hafa verið inn þrjár nýjar möppur hér til hliðar á síðunni undir hlekknum "Gögn - mótið 2010". Í þeim má finna upplýsingar um gististaði liða, tilkynningar sem gott er að kynna sér og rútuferðir í tengslum við bíósýningar.
Þar sem þátttaka er mikil á mótinu þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að mótið geti gengið sem best fyrir sig og ef eitthvað kemur upp á skulum við líta á það sem verkefni, en ekki vandamál :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)