Færsluflokkur: Bloggar
29.2.2012 | 09:50
Niðurröðun leikja verður komin á síðuna í kvöld
Þá er niðurröðun leikja og bíóferða svo gott sem lokið. Aðeins er eftir að fara vandlega yfir allar tímasetningar og árekstrarprófa alla dagskránna.
Um leið og því lýkur fer þetta á síðuna undir Gögn - mótið 2012. Þetta verður sem fyrr segir annað hvort seinnipartinn í dag eða í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2012 | 17:30
Skráningum lokið - Niðurröðun hafin
Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar á Nettómótið 2012. Frábær þátttaka er sem fyrri daginn og hafa 179 keppnislið verið skráð til leiks frá 22 félögum.
Félögin sem taka þátt í ár eru eftirfarandi:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Haukar, Hörður, Höttur, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, UMF Hekla, Valur, Víðir, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.
Bloggar | Breytt 27.2.2012 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2012 | 12:35
Frestur til skráningar rennur út í kvöld
Þá er síðasti skráningardgur runninn upp og í kvöld föstudag, verður lokað fyrir skráningar að öllu óbreyttu.
Mikilvægt er að láta fylgja með hvort lið gisti eða ekki og eins að áætla gróflega hversu margir fullorðnir fylgi með í gistingu.
Netfangið er nettomot@gmail.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 10:55
Kvöldvakan mun engan svíkja, það er ljóst
Jæja, jæja, hvað er að frétta............????
Dagskrá kvöldvökunnar hefur verið fullsmíðuð og ljóst að hún verður sérlega sterk þetta árið. Það er orðin hefð hjá okkur að halda því leyndu hverjir munu koma og troða upp, en ljóst er að einir FIMM þekktir skemmtikraftar munu heimsækja kvöldvökuna heim og hleypa öllu í botnlausa gleði !!!!!
Ykkur er því alveg óhætt að byrja að hlakka til, ágætu gestir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 02:14
Bæklingurinn kominn í flest hús....., ekki satt ?
Bæklingur mótsins hefur verið sendur á öll höfuðvígi körfuboltans, ýmist handborinn eða póstsendur eftir traustum leiðum.
Ásamt mikilvægum fylgigögnum á rafrænu formi, ligga allar helstu upplýsingar til hliðar á síðunni..... undir flipanumn, Gögn - mótið 2012.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2012 | 02:06
Nettómótið 3.-4. mars 2012 - undirbúningur hafinn
Kæru vinir & körfuboltaunnendur
Undirbúningur fyrir Nettómótið 2012 er kominn á fullt og verður mótið með sömu gæðum og áður. Mótsbæklingurinn fer í dreifingu 8. febrúar og verða öll félög væntanlega komin með hann í hendurnar í s.l. 12. febrúar.
Fylgist síðan með hér á bloggsíðu mótsins - Frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Bloggar | Breytt 28.1.2012 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2011 | 19:41
Þakkir í mótslok
Þá er Nettómótinu 2011 lokið. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 188 og leiknir voru 447 leikir en um 1.200 keppendur léku á mótinu, þeir yngstu 5 ára og ljóst er að þetta er fjölmennasta körfuboltamót sem haldið hefur verið á landinu til þessa. Alls gistu rúmlega 1.000 manns í skólamannvirkjum bæjarins sem var talsvert meiri fjöldi en við höfðum búið okkur undir. Allir fengu þó sinn svefnstað og sváfu bara nokkuð vel.
Heimasíðan lagðist í dvala um mitt mótið þar sem vefstjóri síðunnar og einn af framkvæmdastjórum mótsins var fluttur í botnlangauppskurð þegar leikar stóðu sem hæst. Af þeim sökum var ekki meira um fréttaflutning af mótinu fyrr en þessi orð eru skrifuð af sama aðila, bara heldur hressari en á laugardagskvöldinu.
Segja má að mótið hafi allt gengið samkvæmt áætlun þó alltaf komi upp óvænt verkefni sem þarf að leysa með hraði og flest eru þau þess eðlis að mótsgestir hafa enga hugmynd um hverju er verið að redda á bak við tjöldin. Annað árið í röð reynist fjöldi keppenda umtalsvert meiri en við höfðum búið okkur undir en þrátt fyrir það stóðust allar okkar tímaáætlanir. Þessi fjöldi sem er farinn að sækja mótið heim kallar þó óhjákvæmilega á endurskoðun ákveðinna þátta og höfum við skipuleggjendur mótsins þegar fengið nokkrar hugmyndir sem munu koma til framkvæmda fyrir næsta mót og verða til bæta gott mót enn frekar.
Mótshaldarar vilja að lokum þakka öllum keppendum, þjálfurum, foreldrum og forráðarmönnum fyrir frábæra frammistöðu og leikgleði um helgina. Einnig viljum við færa öllum okkar félagsmönnum, sem lögðu hönd á plóginn við þrotlausa vinnu þessa helgi, okkar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag í þágu körfunnar og unga fólksins. Síðast en ekki síst fá öll þau fyrirtæki og stofnanir sem lagt hafa mótinu lið okkur bestu þakkir. Þar ber sérstaklega að nefna tvo aðila sem eru annars vegar Samkaup, rekstraraðili Nettóbúðanna, en þeir hafa verið aðal bakhjarl mótsins í áraraðir og hins vegar Reykjanesbæ sem styður okkur með margvíslegum hætti við mótshaldið.
Óskilamunum hefur verið safnað saman í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, sími 421 1771
Þúsund þakkir til ykkar allra og vonandi sjáumst við sem flest aftur á Nettómótinu 3.-4. mars 2012.
Barna- og unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2011 | 18:59
Mótið rúllar og allt hefur gengið vel
Þrátt fyrir sunnan slagveður í Reykjanesbæ í dag hafa keppendur á Nettómótinu 2011 haldið sínu striki enda fer mótið allt fram innanhúss. M.a. brotnaði öflug fánastöng á lóðinni hjá Heiðarskóla sem lýsir ágætlega hversu hressilega veðurguðirnir blésu í dag. Í þessum töluðu orðum er veðrið farið að ganga talsvert niður og tappi hefur verið settur í mest alla úrkomu.
U.þ.b. 1.200 keppendur eru á mótinu og fjöldinn allur af aðstandendum. Allt hefur gengið upp þó auðvitað komi upp eitt og eitt verkefni sem þarf að leysa með bros á vör. Tekist hefur að koma 1.000 gestum í gistingu sem fer fram á 7 stöðum í bæjarfélaginu. Leikið verður á öllum völlum til 19.30 í kvöld og ekkert gefið eftir. Kvöldvakan hefst síðan kl. 20.30.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2011 | 00:23
Þá er allt að verða klárt - Nokkrir tímar í mót
Gististaði liða má sjá hér á síðunni til hliðar undir Gögn - mótið 2011. Nú þegar eru fjölmörg lið mætt á staðinn og húsin eru klár fyrir fjörið. Þau lið sem eiga leiki snemma mæta bara beint í þá og sinna málum eins og skráningu þegar um hægist.
ATH. að móttaka liða er í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Liðin geta einnig farið beint á gististaði og losað þar farangur, allar stofur eru merktar viðkomandi liðum.
Við viljum ítreka það við okkar velkomnu gesti að ganga vel um skólana og skilja við þá í mótslok eins og komið er að þeim. Þetta er okkur afar mikilvægt.
Velkomin á Nettómótið 2011 og eigið ánægjulega helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2011 | 22:49
Gististaðir liða
Bloggar | Breytt 4.3.2011 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)