Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2013 | 08:23
Leikaniðurröðun lokið, og allt að verða klárt.
Þá er leikjaniðurröðunin tilbúin og komin á síðuna undir, Gögn - mótið 2013. Þar má einnig sjá allar upplýsingar um keppnisliðin sem eru 196, bíóferðir liða og Tilkynningu til liða þar sem finna má nokkrar hagnýtar upplýsingar fyrir mótið.
Ábending til þeirra sem eiga erfitt með að finna sitt lið í leikjaniðurröðuninni;
- Opna skjalið í Acrobat Reader
- Halda niðri Ctrl takkanum og ýta á F (Ctrl+F)
- Slá inn heiti liðsins og hugbúnaðurinn finnur hvar nafn liðsins kemur fyrir í skjalinu
Nú er m.a. byrjað að skipuleggja gistingar liða í skólum bæjarins. Það skipulag verður sett á heimasíðuna um leið og það telst fullsmíðað, sem verður líklega ekki fyrr en á föstudag skv. venju. ATH. að félög þurfa að leggja raunsætt mat á hve margir gista með liðunum, þannig getum við gert ráð fyrir nægjanlegu plássi fyrir liðin.
Það liggur þó fyrir að þau lið sem koma á föstudagskvöldinu munu gista í Holtaskóla við Sunnubraut.
Munið síðan yfirlitskortið í miðju mótsbæklingsins - Það hjálpar ykkur að taka réttar stefnur á alla lykilstaði mótsins :)
ATH. að þeir iðkendur í elsta árgangnum, sem munu m.a leika á stórum velli í Íþróttamiðstöðinni í Garði, er bent á að 10. min akstur er á milli Sunnubrautar og Garðs, en Íþróttamiðstöðin er ca. miðja vegu á hægri hönd þegar keyrt er eftir Garðbrautinni. Einnig er upplagt fyrir þau lið sem þar leika að prófa góða sundaðstöðu sem þar er.
Liðin geta pantað skutlu í Garðinn eða hvaða annan leikstað sem er, bara að hringja í 863 0571 eða 863 0572 - Þið hringið - Við sækjum & skutlum - Allt í boði Nettómótsins - Eintómt dekur alla helgina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 14:47
Skráningum lokið - Niðurröðun hafin
Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar á Nettómótið 2013 og ljóst að um fullbókað mót verður að ræða og rúmlega það.
Þó 19 félög hafi boðað þáttöku sína, sem er þremur félögum færra en í fyrra, þá eru 194 keppnislið skráð til leiks sem er 6 liða aukning frá metárinu 2011 þegar 188 lið voru skráð til leiks. Það stefnir því í að liðlega 1.200 börn verði mætt geislandi af orku og gleði í íþróttasali Reykjanesbæjar um n.k. helgi þar sem besta hátíð landsins þá helgina mun fara fram.
Liðin sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2013 eru:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Haukar, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Njarðvík, Reykdælir, Reynir, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2013 | 00:03
LOKADAGUR skráningar er í dag........
Skráningu á Nettómótið 2013 lýkur í kvöld kl. 22.00. Í kjölfarið tekur hinn þrautreyndi púslari Falur Harðarson til óspilltra málanna við að raða niður á fimmtahundrað leikjum, þar sem allt þarf að falla sem flís við rass við heildardagskrá mótsins.
Undirbúningur er annars í föstum skorðum enda margir lykilstarfsmenn mótsins búnir að vinna við það í áraraðir. Það verður þó að segjast að við erum komin með fiðring erum farin að hlakka mikið til mótahaldsins.
Ungir iðkendur heimaliðanna eru einnig orðnir vel spenntir, búnir að mæta vel á æfingar og farnir að telja niður dagana.
Fleiri fréttir fljótlega...............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2013 | 15:10
Skráning opnar n.k föstudag, 8. febrúar
Opnað verður fyrir skráningar föstudaginn 8. febrúar og síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er á miðnætti föstudaginn 22. febrúar.
Skráningarblað með öllum helstu upplýsingum verður sent að venju á þjálfara/forráðamenn félaganna með tölvupósti miðvikudaginn 6. febrúar. Bæklingur mótsins og skráningarblað verður einnig aðgengilegt á heimasíðunni frá og með sama degi.
Bæklingur mótsins mun síðan fara í dreifingu föstudaginn 8. feb. þannig að flestir ættu að hafa fengið hann í hendurnar um eða rétt eftir helgina.
Frekari upplýsingar fara í loftið um leið og ástæða þykir til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2013 | 00:46
Nettómótið 2.-3. mars 2013 - undirbúningur hafinn
Kæru körfuboltaunnendur
Undirbúningur fyrir Nettómótið 2013 er kominn á fullt og verður mótið með sömu gæðum og áður. Mótsbæklingurinn fer í dreifingu upp úr 8. febrúar og verða öll félög væntanlega komin með hann í hendurnar í s.l. 12. febrúar.
Fylgist síðan með hér á bloggsíðu mótsins - Frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2012 | 17:44
Allt rúllar og börnin brosa út að eyrum
Blíðskaparveður hefur verið í Reykjanesbæ í allan dag og hefur Nettómótið hefur rúllað af mikilli mýkt í takti við sólsátta veðurguði.
Börnin njóta sín vel á mótinu og hafa jafnvel brugðið sér í körfu utandyra í einstaka pásum. Pislahöfundi þótti skondið að heyra einn Fjölnispeyjann spyrja þjálfara sinn áðan, hvort hann fengi ekki að vera með tveimur nafngreindum félögum sínum í liði á Nettómótinu næsta ár. Hann var greinilega ekki í vafa hvort hann myndi mæta aftur að ári.
Í hádeginu fengu allir körfuboltapastasúpu, brauð og ávexti við góðar undirtektir. Nú fer að líða að kjötbollunum sem byrja að poppa ofan í liðið kl. 18.00 en leikjum dagsins lýkur kl. 19.30.
Eina sem hefur skyggt á veðursælan dag er áhlaup sem laganna verðir gerðu á bílastæði við íþróttahúsin í dag, en talsverður fjöldi gesti fékk sekt fyrir að leggja ólöglega, og þykir okkur mótshöldurum það miður og könnumst ekki við slíkt átak áður á Nettómóti. Greinilega lengi von á einum.
Við viljum biðja gesti að huga vel að því að legga löglega framan við íþróttamannvirkin og bendum fólki jafnframt á bílastæðin ofan við Fjölbrautarskólann og neðan við Vatnaveröld - Sundmiðstöð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2012 | 15:00
Gististaðir liða
Gististaðir liða verða á eftirtöldum stöðum;
Holtaskóli:
KFÍ, Kormákur, Þór Akureyri, Snæfell, Skallagrímur, Ármann, Höttur og Sindri
Heiðarskóli:
Haukar og KR
Myllubakkaskóli:
Stjarnan og Grindavík
Njarðvíkurskóli:
UMF. Hekla, Hörður, Fjölnir, Breiðablik, Valur og ÍR
Íþróttahús Njarðvíkur:
Þór Þorlákshöfn
Þegar lið mæta til gistingar eru þau beðin að hafa samband við;
- Hjörvar í síma 692 2726
- Tryggva í síma 617 8931.
MUNA SVO KÆRU GESTIR:
- Að ganga vel um eigur skólanna.
- Hafa stofurnar læstar þegar enginn er inni í þeim.
- Virða aðgangsstýringar umsjónarmanna (ekki nota aðra útganga en til er ætlast).
- Vera búin að taka föggur sínar úr stofunum og setja fram á gang fyrir lokaathöfn svo hægt sé að byrja að þrífa skólanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2012 | 23:46
Leikjaniðurröðun - UPPFÆRT
Því miður þurfti að gera smávægilegar breytingar á leikjaniðurröðun og hefur hún áhrif á eftirfarandi stúlknalið;
Keppnislið - Kyn - Árgangur
Fjölnir 14 - ste - 2000
Fjölnir 19 - ste - 2004
Grindavík 7 - ste - 2000
Haukar 10 - ste - 2000
Keflavík 12 - ste - 2000
KR 12 - ste - 2000
Njarðvík 15 - ste 2004
Njarðvík 8 - ste - 2000
Skallagrímur 7 - ste - 2000
Stjarnan 15 - ste - 2000
Valur 5 - ste - 2000
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2012 | 10:15
Leikjaniðurröðun er klár, bíó og fleira.
Þá er leikjaniðurröðunin komin á síðuna undir, Gögn - mótið 2012. Þar má einnig sjá allar upplýsingar um keppnisliðin, bíóferðir liða og tilkynningu frá Draumaliðinu.
Nú er m.a. unnið í skipulagningu gistingar liða í skólum bæjarins. Það skipulag verður sett á heimasíðuna á morgun, föstudag um leið og það telst fullsmíðað.
Það liggur þó fyrir að þau lið sem koma á föstudagskvöldinu munu gista í Holtaskóla við Sunnubraut.
Þeir foreldrar sem ætla að dekra verulega við sig og taka virkilega Notalega nótt á Nettómótinu er bent á www.kef.is
Munið síðan yfirlitskortið í miðju mótsbæklingsins - Það hjálpar ykkur að taka réttar stefnur á alla lykilstaði mótsins :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2012 | 10:13
Draumaliðið.is verður á Nettómótinu
Draumaliðið.is verður á Nettómótinu í ár og mun mynda alla leikmenn og öll lið á mótinu. Þetta verður frumraun þeirra félaga á körfuboltamóti en þeir hafa verið undanfarið við æfingar á fjölliðamótum KKÍ fyrir Nettómótið 2012.
Draumaliðið.is mun verða í merktum vestum við sín störf á mótinu og allir þjálfarar og liðstjórar eru beðnir um að dreifa leiktímanum sem jafnast milli sinna leikmanna þegar Draumaliðið myndar þeirra lið í leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)