Færsluflokkur: Bloggar
28.2.2014 | 08:55
Gististaðir liða eru klárir - Munið að ganga vel um skólana
Hér að neðan má sjá gististaði liða á mótinu. Í skólunum sjálfum verða stofur merktar viðkomandi liðum. Í stórum dráttum eru gististaðir liða á eftirfarandi stöðum:
Holtaskóli:
Breiðablik, KFÍ, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Laugdælir (UMFL) og Þór Akureyri
Heiðarskóli:
KR
Myllubakkaskóli:
Höttur, Haukar, Fjölnir, ÍA og ÍR
Akurskóli:
Valur
Njarðvíkurskóli:
Ármann, FSu, Grindavík, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn
Íþróttahús Njarðvíkur:
Kormákur
Björkin (rétt við Njarðvíkurskóla):
Reykdælir og UMF Hekla
Þegar lið mæta til gistingar eru þau beðin að hafa samband við;
- Valþór í síma 697 9797
MUNA SVO KÆRU GESTIR:
- Að ganga vel um skólana og þeirra eigur.
- Hafa stofurnar læstar þegar enginn er inni í þeim.
- Bannað er að flytja þau húsgögn fram á gang sem eru fyrir í stofunum.
- Virða aðgangsstýringar umsjónarmanna (ekki nota aðra útganga en til er ætlast).
- ATH. að bannað er að leika sér með bolta í skólunum.
- Vera búin að taka föggur sínar úr stofunum og setja fram á gang fyrir lokaathöfn svo hægt sé að byrja að þrífa skólanna.
Bloggar | Breytt 1.3.2014 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2014 | 21:45
Tilkynning frá mótshöldurum: Breytt fyrirkomulag Nettómótsins 2015
Á fundi mótanefndar fyrr í vikunni var tekin sú RISASTÓRA ákvörðun, að Nettómótið 2014 verði síðasta mótið að sinni þar sem 11 ára börn ( 6. bekkur) eru gjaldgeng.
Á afmælismótinu 2010 fór keppendafjöldinn í fyrsta skipti yfir þúsund iðkendur og frá þeim tíma hefur orðið áframhaldandi aukning. Nú er svo komið að ekki reynist unnt að koma öllum þeim liðum á mótið sem hafa óskað eftir þátttöku og það þykir okkur mótshöldurum ákaflega miður, stærð mótsins er einfaldlega komin að þolmörkum.
Á sama tíma hefur hlutfall elsta árgangsins minnkað á mótinu, sem er e.t.v. eðlilegt í ljósi þess að sá árgangur leikur reglulega á Íslandsmóti auk fjölgandi minniboltamóta félaganna. Við teljum þessa ákvörðun því rökrétt framhald á þróun mótsins, enda viljum við umfram allt halda gæðum þess samkvæmt okkar kröfum frekar en nokkuð annað. Komandi mót er því síðasta Nettómót barna fæddra 2002 og 2003.
Nettómótið 2015 verður 25 ára afmælismót, haldið 7.-8. mars. Það mót verður alvöru RISASTÓR veisla fyrir börn fædd 2004 og síðar og þeirra aðstandendur.
Okkar bestu kveðjur og velkomin til Reykjanesbæjar um helgina.
Mótanefnd Nettómótsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2014 | 02:44
ALLT að gerast - Leikjaniðurröðun er klár, bíó o.fl.
Í viðhengjum hér til hliðar á síðunni er yfirlit yfir keppnisliðin á mótinu, leikjaniðurröðun og svo flokkuð leikjaniðurröðun þar sem búið er að raða upp leikjadagskrá hvers liðs, hvar á að spila og hvenær skal farið í bíó.
Einnig er mikilvægt að allir þjálfarar og lisstjórar kynni sér skjalið: "Tilkynning fyrir mót 2014", en þar eru ýmsar gagnlegar upplýsingar sem þessir aðilar þurfa að hafa á reiðum höndum.
Verið er að safna saman gögnum um gistiþörf en gististaðir liða verða kynntir um leið og unnið hefur verið úr þeim gögnum.
Fleiri upplýsingar og/eða tilkynningar þegar nær dregur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2014 | 11:16
Leikjaniðurröðun verður gefin út á þriðjudag
Leikjaniðurröðun mun verða send út til liðanna á morgun, þriðjudag. Hún liggur í raun fyrir í stórum dráttum en þarf að fara í gegn um ýmsar árekstrarprófanir áður en hún verður gefin út.
Óhætt er að fullyrða að aldrei hefur leikjadagskráin verið jafn þétt og í henni verða einfaldlegar engar eyður sem er óþekkt á fyrri Nettómótum. Alls verða leiknir 488 leikir á mótinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2014 | 23:52
Allir fá liðsmynd í boði NETTÓ á mótinu
Öll liðin munu eftir mótið geta hlaðið sinni liðsmynd niður í hámarksgæðum í boði Nettó og verður lógó hvers félags sett inn á myndina eins og Keflavíkurlógóið er á meðfylgjandi sýnishorni sem sjá má hér.
SportHero menn munu jafnframt verða á fleygiferð á öllum keppnisstöðum og mynda botnlaust á öllum leikjum og helstu viðburðum.
Bloggar | Breytt 24.2.2014 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2014 | 17:01
Mótsramminn sprunginn - Niðurröðun langt komin
Fullbókað er á Nettómótið 2014 og rúmlega það og lokað hefur verið fyrir frekari skráningar.
25 félög hafi boðað þátttöku sína á mótið sem er nýtt met og eru 206 keppnislið skráð til leiks sem er 12 liða aukning frá fyrra ári.
Þetta mun hafa í för með sér að nauðsynlegt verður að lengja mótahaldið á sunnudeginum um hálfa klukkustund.
Liðin sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2014 eru:
Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Haukar, Hekla, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reykdælir, Skallagrímur, Sindri, Snæfell, Stjarnan, Valur, Víðir, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2014 | 23:12
Tikk, takk, tikk, takk........Lokadagur skráningar er á föstudagskvöld
Skráningar á Nettómótið 2014 eru byrjaðar að hrannast inn en skráning lokar á föstudagskvöld kl. 22.00. Strax í kjölfarið hefst leikjaniðurröðun.
Undirbúningur gengur annars ljómandi vel og fjölmargir ungir iðkendur orðnir gríðarlega spenntir og farnir að telja niður dagana, já eins og við mótshaldarar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2014 | 01:39
Nettómótið 1.-2. mars 2014 verður í úrvalsflokki
Kæra körfuboltafólk
Undirbúningur fyrir Nettómótið 2014 er kominn vel áleiðis og ekkert verður slegið af frekar en á fyrri mótum. Búið er að ganga frá skemmtiatriðum á kvöldvöku, bíómyndum o.fl. og alveg ljóst að fjölskyldan á gott mót í vændum.
Mótsbæklingurinn fer í dreifingu upp úr 7. febrúar um leið og opnað verður fyrir skráningu. Skráningarblað með öllum helstu upplýsingum verður sent að venju á þjálfara/forráðamenn félaganna með tölvupósti.
Bæklingur mótsins og skráningarblað verður einnig aðgengilegt á heimasíðunni frá og með 5. feb. öll félög verða væntanlega komin með bæklinginn í hendur í s.l. 11-12. febrúar.
Síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er á miðnætti föstudaginn 22. febrúar.
Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi vikum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2013 | 09:09
Takk fyrir frábært mót kæru gestir - uppfært
Þá er Nettómótinu 2013 lokið. Á endanum reyndust keppnisliðin vera 194 og leiknir voru 462 leikir en 1.205 keppendur léku á mótinu, þeir yngstu 5 ára. U.þ.b 1.000 manns gistu í skólamannvirkjum bæjarins og 2.500 gestir heimsóttu Vatnaveröld sem er metfjöldi, enda lék veðrið við hvern sinn fingur þessa helgi.
Frá bæjardyrum okkar mótshaldara séð, gekk mótið algjörlega hnökralaust fyrir sig og keppendur, þjálfarar, liðsstjórar og aðrir forráðamenn voru frábærir gestir alla helgina og leikgleðin var einstök sem fyrr. Hafið þúsund þakkir fyrir komuna og verið velkomin að ári, á Nettómótið 1.-2. mars 2014.
Mótshaldarar vilja einnig færa öllum félagsmönnum Keflavíkur og Njarðvíkur bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag þessa helgi í þágu körfunnar og unga fólksins.
Einnig fá öll þau fyrirtæki og stofnanir sem lögðu mótinu lið miklar þakkir. Þar ber sérstaklega að nefna tvo aðila sem eru annars vegar Samkaup, rekstraraðili Nettó, en þeir hafa verið aðal bakhjarl mótsins í áraraðir og hins vegar Reykjanesbær sem styður okkur með margvíslegum hætti við mótshaldið. Fjölmargir aðrir aðilar koma einnig gríðarlega sterkir inn í þetta með okkur og án þeirra væri þetta aldrei sama mótið.
Óskilamunum hefur verið safnað saman í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, sími 421 1771
Munið að á annað þúsund myndir af keppendum mótsins verður að finna fljótlega á www.draumalidid.is. Einnig eru komin ljósmyndasöfn á www.vf.is og jafnframt verður í Suðurnesjamagasíni VF sýnt innslag frá mótinu á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld.
Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2013 | 15:48
Gististaðir liða eru klárir - Munið að ganga vel um skólana
Hér til hliðar á síðunni undir "Gögn-mótið 2013" má finna pdf skjal sem heitir Gististaðir liða 2013. Þetta skjal upplýsir ykkur um allt sem viðkemur gistingunni og eru liðstjórar beðnir að kynna sér það vel, kynna sínum liðum það enn betur, prenta að lokum út og taka með sér á mótið.
Í stórum dráttum eru gististaðir liða á eftirfarandi stöðum:
Holtaskóli:
Breiðablik, KFÍ, Kormákur, Þór Akureyri, Sindri, Skallagrímur Valur og Þór Akureyri
Heiðarskóli:
ÍR, KR og Reynir/Víðir
Myllubakkaskóli:
Haukar og Fjölnir
Njarðvíkurskóli:
Ármann, Grindavík og Stjarnan
Íþróttahús Njarðvíkur:
Þór Þorlákshöfn
Björkin (rétt við Njarðvíkurskóla):
Snæfell og Reykdælir
Þegar lið mæta til gistingar eru þau beðin að hafa samband við;
- Hjörvar í síma 692 2726
- Valþór í síma 697 9797
MUNA SVO KÆRU GESTIR:
- Að ganga vel um skólana og þeirra eigur.
- Hafa stofurnar læstar þegar enginn er inni í þeim.
- Virða aðgangsstýringar umsjónarmanna (ekki nota aðra útganga en til er ætlast).
- ATH. að bannað er að leika sér með bolta í skólunum.
- Vera búin að taka föggur sínar úr stofunum og setja fram á gang fyrir lokaathöfn svo hægt sé að byrja að þrífa skólanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)