Færsluflokkur: Bloggar

Niðurröðun klár - Sending frá mótsstjóra

Sæl öll.

Nú er allt að gerast, það styttist í helgina og Nettómótið 2016 nálgast óðfluga.

Mótið í ár verður afar vel sótt. 4 * 4 reglan breytir mótahaldinu hressilega sem sést í leikjafjöldanum.

  • 25 félög hafi boðað þátttöku sína á mótið með 247 keppnislið, sem er met á Nettómótinu.
  • Til hliðar á síðunni, undir; Gögn - mótið 2016, er flokkuð leikjaniðurröðun þar sem búið er að veiða uppúr 575 leikja hafinu (sem líka er met) hvaða leiki hvert lið á, hvar og hvenær skal spilað og farið í bíó. Einnig er listi yfir alla keppnisvelli á mótinu í ár, þar búið er að setja link á hvern keppnisstað á kort www.ja.is

Sendar fleiri upplýsingar og/eða tilkynningar þegar nær dregur.


Nýjustu fréttir af niðurröðun o.fl.

Líklega verður ekki hægt að senda út leikjaniðurröðun mótsins fyrr en á morgun, þriðjudag, en þó hugsanlega seint í kvöld.

Fjöldi liða er slíkur að raða þarf niður 580 leikjum og við höfum aldrei áður þurft að mæta jafn krefjandi verkefni á sviði mótaskipulags. Inn í þetta þarf jafnframt að fella bíósýningar o.fl. Vinnan er þó langt komin.

Athygli vekur að mest er fjölgunin í yngsta aldurhópnum, 6-7 ára sem er mjög jákvætt.

Ljóst er að við þurfum að leika á 15 leikvöllum til að geta tekið á móti öllum þeim keppendum sem luku skráningum tímanlega. Og þó við fjölgum leikvöllum um tæplega þrjá, þurfum við samt að lengja örlítið í mótinu.

Völlur 13 verður í Myllubakkaskóla, elsta íþróttasal Keflavíkur þar sem leiknir voru nokkrir leikir í fyrra, og vellir 14 og 15 verða í Íþróttamiðstöðinni í Garði þar sem um mjög rúmgóða velli verður að ræða.  

Félögin sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2016 eru:

Afturelding, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reynir, Skallagrímur, Sindri, Snæfell, Stjarnan, Valur, Víðir, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.


Skráningu lokað - Niðurröðun hafin

Sæl og blessuð góðir gestir Nettómótsins 2016.

Nú hefur verið lokað & læst fyrir allar skráningar og alveg fáránlegur fjöldi liða hefur boðað komu sína.

Alls hafa 240 lið skráð sig til leiks og hinn þrautreyndi mótastjóri Falur Harðason hefur hafið störf við niðurröðun gríðarlega flókinnar dagskrár.

Á síðasta ári voru keppnisliðin 189 þannig að við erum að horfa á rúmlega 26% fjölgun liða frá síðasta móti. Okkur grunaði vissulega að fjölgun liða yrði einhver þar sem við ætlum að spila 4 á 4 í fyrsta skipti, en þetta er samt meira en við áttum von á. Körfuknattleiksfjölskyldan er greinilega að stækka og við verðum að mæta því & fagna.

Þetta þýðir að við þurfum að bæta a.m.k. 13. vellinum inn og annað hvort að lengja mótið lítillega eða finna 14. völlinn. Við reynum að finna góða lausn því við viljum umfram allt að allir fái að vera með, 

Niðurröðun mótsins mun taka næstu tvo sólarhringana og nákvæm dagskrá hvers liðs mun verða send út á sunnudagskvöld eða snemma á mánudagsmorgun.

Takk fyrir góðar viðtökur og við munum leggja okkur fram um að allir eigi gott mót líkt og áður.

Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

Kveðaja, Barna- og unnglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur.


Lokadagur skráningar er á fimmtudagskvöld, 25. feb. til kl. 22.00

Lokadagur skráningar á Nettómótið 2016 er til kl. 22.00 á fimmtudagskvöld, 25. febrúar. Strax í kjölfarið hefst leikjaniðurröðun.


Bæklingurinn er nú aðgengilegur rafrænt

Mótsbæklinginn 2016 er nú hægt að nálgast rafrænt til hliðar á heimasíðunni undir Gögn - mótið 2016


Nettómótið 2016 - Undirbúningur í algleymi og opnað hefur verið fyrir skráningar

Kæra körfuboltafólk og áhangendur Nettómótsins

Undirbúningur fyrir Nettómótið 2016, 5.-6. mars n.k. er kominn á fulla ferð og sendar hafa verið út upplýsingar um skráningar á mótið til allra aðildafélaga KKÍ.

Helsta nýungin á mótinu í ár er að leikið verður 4 á 4 í stað 5 á 5 og þannig stuðlað að þeirri stefnu KKÍ að allir leikmenn fái að koma meira við boltann en áður.

Ljóst að fjölskyldan á gott mót í vændum líkt og áður, þessa miklu hátíðarhelgi hér í Reykjanesbæ.

Mótsbæklingurinn fer í dreifingu upp úr 12. febrúar og hægt verður að nálgast hann rafrænt hér á heimasíðunni frá og með 10. febrúar. 

Á tenglun hér til hliðar á síðunni má nálgast auglýsingaplagat mótsins 2016 og upplýsingar um skráningu á mótið og þær bíómyndir sem verða í boði.

Síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er til fimmtudagsins  25. febrúar kl. 22.00

Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi vikum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.

 


Góður dagur að baki og allir byrjaðir að safna kröftum fyrir lokasprettinn

Allt rúllaði vel í dag og keppendur jafnt sem foreldrar gáfu allt í mótið, hvort sem var á vellinum, stúkunni, hoppuköstulunum, matmálstímunum eða sundi.

Endapunktur kvöldsins var sleginn með fanta kvöldvöku þar sem drykkjum og nammi var deilt út í boði hússins eins og enginn væri morgundagurinn.

Kvöldvakan hófst með svakalegri troðslusýningu þar sem 3 leikmenn úr röðum Keflavíkur og Njarðvíkur sýndu háloftatakta af bestu gerð. Skoðið þetta hér!

Þvínæst steig á stokk hinn barnungi töframaður, Jón Arnór, sem gerði hina ótrúlegustu hluti þó ekki sé hann hár í loftinu sá snillingur.

Friðrik Dór mætti síðan með kassagítarinn og hristi stemminguna svo upp í hæstu rjáfur, að flestar mömmurnar í salnum urðu friðlausar, og allt leit út fyrir að dansleikur væri að bresta á í TM höllinni.

Til að leggja rjómatoppinn á tertuna kynnti Friðrik Dór til leiks Evrovision fulltrúa Íslands þetta árið til leiks, Maríu Ólafsdóttir sem sló botninn í kvöldvökuna þegar hún flutti framlag Íslands með íslenska textanum og allt varð brjálað í salnum.

Eftir skúffuköku og mjólk á gististöðum eru allir kominir í ró og morgundagurinn bíður með nýjum áskorunum.

Það hefur gengið á með slyddu og snjó í Reykjanesbæ í kvöld þó gríðarlega fallegt veður og sól hafi verið á köflum.

Takk fyrir daginn góðir gestir og sjáumst spræk & hress á morgun.

 


Allt til reiðu - Tilkynning fyrir mót

Hér til hilðar á síðunni er komið nýtt skjal sem heitir Tilkynning fyrir mót 2015. Þar eru ýmsir gagnlegir hlutir varðandi mótið sem við viljum skerpa á og biðjum alla að kynna sér.

Annars er allt til reiðu og við erum tilbúin að hefja Nettómót af bestu gerð. Landsbyggðarliðin eru búin að vera að týnast í hús eitt af öðru og við erum þakklát fyrir að allir skuli komast leiðar sinnar og vera tilbúin að leggja á sig mikil ferðalög til að taka þátt í fjörinu.

Okkur mótshaldara hlakkar til að eiga með ykkur gott mót kæru gestir og góða skemmtun um helgina.

Megi leikgleðin verða í fyrirrúmi.


Leikjaniðurröðun - UPPFÆRT

Lítilsháttar uppfærslu hefur þurft að gera á leikjaniðurröðun sem hefur þó mjög óveruleg áhrif. Rétt er þó að allir fari til öryggis yfir sína dagskrá í skjalinu Flokkuð leikjaniðurröðun.

Eins hafa orðið þær breytingar á liðum að Breiðablik 1 verður Keflavík 18 og Sindri 3 verður Reynir 1 og þar með eru Reynismenn 24. félagið sem bætist í hópinn.

GISTING:

Skipulag gistingar verður sett á síðuna á morgun, föstudag.  Tímasetning fer dálítið eftir því hversu félögin eru dugleg að upplýsa okkur um gistiþörfina.

Landsbyggðarliðin sem koma á föstudagskvöldinu eiga þó að koma beint í Holtaskóla skv. venju þar sem þau munu allflest verða staðsett. 


Nettó býður öllum í liðsmyndatöku á Nettómótinu 2015

www.SPORTHERO.is

myndar öll börn sem keppa á Nettómótinu. Reynt er að mynda öll börnin í leik með bolta.  Svo hægt sé að ná öllum á mynd, langar okkur að beina því til þjálfara og/eða liðsstjóra að gefa  öllum í liðnu tækifæri á að spreyta sig í leik þegar verður myndað, svo enginn verði undanskilinn í myndatökunni.

Liðsmyndataka

Nettó býður öllum keppendum og aðstandendum að koma í liðsmyndatöku í anddyri íþróttahússins við Sunnubraut og geta keppendur nálgast liðsmyndirnar af heimasíðu Sport Hero sér að kostnaðarlausu eftir mótið. 

Stúdíó myndataka

Keppendum býðst jafnframt að fara í myndatöku í Nettó ljósmynda-stúdíóinu og kaupa plakat eða aðrar skemmtilegar körfubolta vörur.

Nettomotsstudio

 

 

 

 

 

 

Félögin eiga að mæta í liðsmyndatökur sem hér segir:

Laugardagur:

Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Haukar, Hörður, Höttur, ÍA, ÍR, KFÍ, KR, Laugdælir, Skallagrímur, Sindri, Snæfell, Stjarnan, Valur, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.

Sunnudagur:

Grindavík, Keflavík, Njarðvík og Víðir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband