Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2020 | 20:02
Lokadagur skráninga runninn upp
Rífandi gangur er í skráningum á mótið en lokadagur skráninga er í dag, fimmtudaginn 27. febrúar.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Breytt 27.2.2020 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2020 | 20:43
Nýjustu fréttir varðandi skráningu o.fl.
Nú eru línur farnar að skýrast þegar undirbúningur Nettómótsins 2020 er kominn á fulla ferð.
Hér til hliðar á síðunni undir Tenglar/Gögn mótið 2020 er að finna skjal með upplýsingum um skráningu, mótsgjald, bíó o.fl. (Upplýsingar um mótið 2020)
Helstu tímalínur framundan eru:
- Opnað verður fyrir rafræna skráningu mánudaginn 10. febrúar á heimasíðunni og mótsbæklingurinn verður einnig aðgengilegur frá sama tímapunkti, rafrænt.
- Mótsbæklingurinn mun fara í dreifingu til allra félaga frá og með 14. febrúar.
- Lokafrestur þjálfara og forráðamanna til skráninga er fimmtudaginn 27. febrúar kl. 22.00. Ath. að aðeins er hægt að skrá lið, ekki einstaklinga.
Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi dögum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Bestu kveðjur
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2020 | 15:35
30. ára afmæli - Nettómótið 2020 verður haldið 7.-8. mars
Nú er undirbúningur Nettómótsins 2020 hafinn en þetta verður 30. mót félaganna og fer fram þann 7.-8. mars n.k.
Reiknað má með að öllu verði tjaldað til á þessum tímamótum og allir fái fyrirtaks körfubolta- og fjölskylduhátíð þessa helgi í Reykjanesbæ.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2019 | 14:54
Óskilamunir á Nettómótinu 2019
Eins og alltaf þegar margir koma saman á Nettómóti vill það brenna við að eitthvað gleymist enda fjörið mikið. Eitthvað af óskilamunum hefur nú safnast upp og hefur þeim verið safnað saman í Íþróttahúsinu Sunnubraut, sími 421 1771.
Meðfylgjandi mynd sýnir það sem safnað hefur verið saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2019 | 00:56
Gististaðir liða á Nettómótinu 2019
Þau félög sem hafa bókað valin lið í gistingu á mótinu munu gista á eftirtöldum stöðum:
Í Holtaskóla við Sunnubraut:
Vestri, Hamar, Fjarðabyggð, Laugdælir, Sindri, Þór Akureyri, Skallagrímur, Reykdælir, Haukar og Valur.
Í Njarðvíkurskóla:
KR, Grindavík, Tindastóll, Selfoss, Þór Þorlákshöfn, Ármann, Stjarnan, Breiðablik, ÍA og Höttur.
Í Akurskóla Njarðvík:
ÍR
Gististjórar eru Guðný Björg og Kristín Blöndal, 661 4643/nettomo@gmail.com
Mikilvægt er að vel sé gengið um skólana og stofum sé skilað í því ástandi sem komið var að þeim.
Mikilvægt er að ábyrgur aðili fylgi hverju liði. Ábyrgðaraðili yfir börnum sem gista þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2019 | 23:06
Ýmsar gagnlegar upplýsingar og tímasetningar fyrir mótið 2019
Hér til hliðar á síðunni undir Gögn - mótið 2019 er skjal sem allir þurfa að renna yfir sem heitir hvorki minna en:
Ýmsar gagnlegar upplýsingar og tímasetningar fyrir mótið 2019
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2019 | 21:13
Kvöldvakan verður dúndur - JóiPé og Króli loka kvöldinu
Það verður ekkert gefið eftir á kvöldvökunni sem hefst kl. 8.30 á laugardagskvöldinu og líkur samkvæmt venju kl. 21.30.
Við munum að sjálfsögðu fá okkar færustu kappa, bæði fullorðna og börn, til að sýna skemmtileg körfuboltatilþrif.
Kvöldvökunni loka síðan hinir mögnuðu tónlistarmenn JóiPé og Króli.
HÉR má nálgast auglýsingu um kvöldvökuna.
Fyrir næturgesti verður risastórum degi síðan lokað með skúffuköku & mjólk á gististöðum áður en allir skríða örþreyttir ofaní pokann.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2019 | 20:33
BREYTING - Kvöldmaturinn á laugardeginum opnar kl. 17.30
Þar sem síðasta bíósýning laugardagsins hefst kl. 18.00 munum við opna fyrr en áætlað var í kvöldmatinn til að gefa bíógestum þeirrar sýningar kost á að mæta á slaginu og borða á sig gat.
Kvöldmaturinn á laugardeginum mun því hefjast kl. 17.30 og standa yfir til kl. 20.00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2019 | 19:19
Flokkuð niðurröðun og bíótímar - UPPFÆRT
Til allra þjálfara/forráðamanna liða
Meðfylgjandi er uppfærð FLOKKUÐ leikjaniðurröðun með þeim breytingum sem hafa orðið en þær eru örfáar hvað varðar leiki. Við þurftum þó því miður að endurskoða sýningartíma á bíósýningum þar sem myndirnar sem við sýnum í ár eru lengri en við höfum verið að sýna áður. Þessar upplýsingar lágu því miður ekki fyrir við uppröðun.
Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á einhver lið en engin á önnur. Vinsamlegast farið vel yfir ykkar uppröðun aftur og sendið tölvupóst á Kristjönu Eir, mótastjóra leikjadagskrár, á nettomot@gmail.com ef ykkur sýnist bíótíminn ykkar ekki henta. Við höfum einhvert svigrúm til að flytja lið á milli sýninga.
Uppfærður bíótími kemur fram í uppfærðu niðurröðuninni en breytingarnar eru annars eftirfarandi:
Lau kl. 10:00 - Verður 09:40
Lau kl. 12:00 - Verður 12:00 (engin breyting)
Lau kl. 14:00 - Verður 14:20
Lau kl. 16:00 - Verður 16:40
Sun kl. 09:00 - Verður 09:00 (engin breyting)
Sun kl. 11:00 - Verður 11:30
Lau kl. 11:00 - Verður 10:30
Lau kl. 13:00 - Verður 13:00 (engin breyting)
Lau kl. 15:00 - Verður 15:30
Lau kl. 17:00 - Verður 18:00
Sun kl. 10:00 - Verður 10:00 (engin breyting)
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2019 | 15:48
Bókasafn Reykjanesbæjar er úrvals viðkomustaður á Nettómótinu
Laugardaginn 2. mars er opið kl. 11-17 í Bókasafni Reykjanesbæjar sem er staðsett í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Keflavík. Í safninu er góð aðstaða til þess að setjast niður og lesa bækur og blöð, barnahornið er rúmgott og aðgengilegt á efri hæð safnsins. Unglingadeild er á neðri hæðinni. Í sýningarsal bókasafnsins stendur yfir sýning um Tjarnarsel, elsta leikskóla Reykjanesbæjar þar sem börn geta leikið sér með 50 ára gamla leikskólamuni.
Í miðju safnsins verður boðið upp á að spila fjöldan allan af leikjum í gamalli Nintendo leikjatölvu.
Ráðhúskaffi býður í fyrsta sinn upp á pierogi - þjóðarrétt Pólverja og hægt verður að kaupa þrjár tegundir af þessum vinsæla rétti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)