Færsluflokkur: Bloggar

Flokkuð niðurröðun og bíótímar - UPPFÆRT

Til allra þjálfara/forráðamanna liða

Meðfylgjandi er uppfærð FLOKKUÐ leikjaniðurröðun með þeim breytingum sem hafa orðið en þær eru örfáar hvað varðar leiki.  Við þurftum þó því miður að endurskoða sýningartíma á bíósýningum þar sem myndirnar sem við sýnum í ár eru lengri en við höfum verið að sýna áður.  Þessar upplýsingar lágu því miður ekki fyrir við uppröðun. 

Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á einhver lið en engin á önnur.  Vinsamlegast farið vel yfir ykkar uppröðun aftur og sendið tölvupóst á Kristjönu Eir, mótastjóra leikjadagskrár, á nettomot@gmail.com ef ykkur sýnist bíótíminn ykkar ekki henta.  Við höfum einhvert svigrúm til að flytja lið á milli sýninga.

Uppfærður bíótími kemur fram í uppfærðu niðurröðuninni en breytingarnar eru annars eftirfarandi:

Lau kl. 10:00 - Verður 09:40

Lau kl. 12:00 - Verður 12:00 (engin breyting)
Lau kl. 14:00 - Verður 14:20
Lau kl. 16:00 - Verður 16:40
Sun kl. 09:00 - Verður 09:00 (engin breyting)
Sun kl. 11:00 - Verður 11:30
Lau kl. 11:00 - Verður 10:30
Lau kl. 13:00 - Verður 13:00 (engin breyting)
Lau kl. 15:00 - Verður 15:30
Lau kl. 17:00 - Verður 18:00
Sun kl. 10:00 - Verður 10:00 (engin breyting)

KarfaN, hagsmunafélag


Bókasafn Reykjanesbæjar er úrvals viðkomustaður á Nettómótinu

Laugardaginn 2. mars er opið kl. 11-17 í Bókasafni Reykjanesbæjar sem er staðsett í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Keflavík. Í safninu er góð aðstaða til þess að setjast niður og lesa bækur og blöð, barnahornið er rúmgott og aðgengilegt á efri hæð safnsins. Unglingadeild er á neðri hæðinni. Í sýningarsal bókasafnsins stendur yfir sýning um Tjarnarsel, elsta leikskóla Reykjanesbæjar þar sem börn geta leikið sér með 50 ára gamla leikskólamuni.

Í miðju safnsins verður boðið upp á að spila fjöldan allan af leikjum í gamalli Nintendo leikjatölvu.

Ráðhúskaffi býður í fyrsta sinn upp á pierogi - þjóðarrétt Pólverja og hægt verður að kaupa þrjár tegundir af þessum vinsæla rétti.


Það verða 5 hoppukastalar í Reykjaneshöll

Alls munum við verða með 5 hoppukastala á afþreyingarsvæðinu í Reykjaneshöll.

Þarna verður Ofurþrautabrautin, Klifurkastalann, Sjávarþorpið, Landsbankakastalinn og 

Reykjanesbæjarkastalinn sem er líklegast lengsti hoppukastali landsins.

Afþreyingarsvæðið opnar kl. 9.00 báða daga og lokar 19.00 á laugardag og 14.30 á sunnudag.


Nettó býður öllum í liðsmyndatöku og eitt lið getur dottið í lukkupottinn og unnið páskaegg.

SPORTHERO myndar öll börn sem keppa á Nettómótinu bæði í leik og á liðsmyndum.

Í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík verður miðpunktur liðsmynda-tökunnar. NETTÓ býður öllum keppendum og aðstandendum að nálgast liðsmyndirnar af heimasíðu SPORTHERO sér að kostnaðarlausu.  Liðsmyndir frá mótinu birtast einnig á facebook síðu NETTÓ þar sem hægt verður að sækja, líka við og deila með vinum. Eitt lið dettur í lukkupott og fær páskaegg í boði NETTÓ.

Öll lið munu einnig fá gefins litabursta "Fanbrush" í litum síns félags. 

Liðsmyndatakan hefst á laugardeginum kl. 12 og einnig verður myndað allan sunnudaginn.

Á laugardag eiga eftirtalin lið að mæta í liðsmyndatöku:

Breiðablik, Grindavík, Haukar, Keflavík, Njarðvík og Stjarnan.

Á sunnudag myndum við:

Ármann, Fjarðabyggð, Fjölni, Hamar, Hött, ÍA, ÍR, KR, Laugdæli, Reykdæli, Selfoss, Sindra, Skallagrím, Snæfell, Tindastóll, Val, Vestra, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.

Alla helgina verði í boði að koma með keppendur í einstaklings myndatöku í anddyri íþróttahúsins við Sunnubraut. SPORTHERO verður með um helgina TILBOРá nýju býttimyndunum.

KarfaN, hagsmunafélag


Leikjaniðurröðun liggur fyrir

Þá liggur leikjaniðurröðun fyrir og hér til hliðar á síðunni undir Gögn - mótið 2019 er skalið FLOKKUÐ leikjaniðurröðun 2019.  Þar er búið að setja saman leikjadagskrá hvers liðs og hvenær á að fara í bíó.

Þjálfarar og forráðamenn liðanna eru beðnir að yfir fara vel dagskrá sinna liða og ef einhverjar athugasemdir koma upp skal senda þær á Krstjönu mótsstjóra leikjadagskrár á netfangið nettomot@gmail.com.

Heildarfjöldi leikja er 683. 

Heildarfjöldi liða er 272 frá 25 félögum.

Vellir 1-6 eru í Blue höllinni á Sunnubraut í Keflavík.

Vellir 7-8 eru í Íþróttahúsinu í Njarðvík

Vellir 9-10 eru í Íþróttahúsi Heiðarskóla Keflavík

Vellir 11-12 eru í Íþróttahúsi Akurskóla í Njarðvík

Völlur 13 er í Íþróttahúsi Myllubakkaskóla í Keflavík

Vellir 14-15 eru í Íþróttamiðstöðinni í Garði, Suðurnesjabæ sem er í 10 min. aksursfjarlægð frá Keflavík. Keppendur geta jafnframt farið í sund þar ef þeir vilja.

Verðlaunaafhenting og mósslit verða kl. 16.00 í Blue höllinni á sunnudag.

 


Listi yfir skráð lið til yfirferðar fyrir þjálfara og forráðamenn

Hér til hliðar á síðunni undir Gögn - Mótið 2019 er komið skjalið "Liðin á mótinu 2019" en þar eru listuð upp öll skráð lið félaganna á Nettómótinu 2019.

Þeir forsvarsmenn félaganna, sem eru ábyrgir fyrir skráningu sinna liða, eru vinsamlegast beðnir að yfirfara sínar skráningar og gera athugasemdir ef einhverjar eru, með tölvupósti til mótsstjóra leikjadagskrár, Kristjönu Eir Jónsdóttir á netfang mótsins nettomot@gmail.com.

Stefnt er að því að niðurröðun liða í leiki og bíó liggi fyrir á mánudagskvöld þannig að félögin geti skipulagt sína dagskrá í smáatriðum út frá því.

Kveðja

KarfaN, hagsmunafélag.

 


Skráningum lokið - 25 félög mæta til leiks í 272 liðum

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu og vinna við flókna niðurröðun leikja og bíó hafin. 

Alls hafa 272 lið skráð sig til leiks frá 25 félögum og gaman er að nefna að krakkar frá nýlegri Körfuknattleiksdeild Fjarðabyggðar ætla að sækja okkur heim í fyrsta skipti.

Heildarfjöldi liða er örlítið meiri en í fyrra og við vonumst til að geta raðað mótinu niður miðað við þennan fjölda, en það er verður tæpt.

Stefnt er að því að gefa út lista yfir öll þátttökulið félaganna á heimasíðunni í kvöld þannig að þjálfarar forráðamenn geti yfirfarið hvort þeirra skráning sé ekki örugglega staðfest.

Takk fyrir góðar viðtökur og við munum leggja okkur fram um að allir eigi gott mót líkt og áður.

Félögin 25 sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2018 eru:

Ármann, Breiðablik, Fjarðabyggð, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reykdælir, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.

Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

KarfaN, hagsmunafélag

Barna- og unnglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur.


Lokadagur skráningar er í dag, fimmtudaginn 21. febrúar 2019

Nú er lokadagur skráningar á Nettómótið 2019 runninn upp upp en síðasta tækifæri til skráningar er til kl. 22.00 í kvöld, 21. febrúar.  

Í kjölfarið hefst niðurröðun leikjadagrkrár og bíóferða.

Kv.

KarfaN, hagsmunafélag.


Allt komið á fulla ferð fyrir Nettómótið 2019

Nú erum við byrjuð að hlaða inn upplýsingum fyrir næsta Nettómót sem verður 2.-3. mars n.k.í Reykjanesbæ. Að sjálfsögðu er markmið okkar líkt og áður, að mótið verði frábær upplifun fyrir alla sem sækja okkur þessa hátíðarhelgi. Það verður ekkert slegið af.

Síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er til fimmtudagsins  21.febrúar kl. 22.00. Um leið hefst vinna við flókna niðurröðun í bíó og leiki.

ATH. að útilokað er að taka við skráningum eftir að niðurröðun hefst.

Hér til hliðar á síðunni undir Gögn-mótið 2019 má nálgast auglýsingu mótsins, upplýsingar um skráningu, bíómyndir o.fl. Bækling mótsins má nálgast rafrænt á sama stað síðar í vikunni og hann mun síðan fara í dreifingu til félaganna um næstu helgi.

Skráning liða verður rafræn og hlekkur á hana er einnig til hliðar á síðunni. Athugið að einungis er hægt að skrá lið til keppni í hverjum aldursflokki, ekki einstaklinga.  Frekari fyrirspurnir er hægt að senda á mótsstjórn á netfangið nettomot@gmail.com.

Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi dögum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.

Bestu kveðjur

KarfaN, hagsmunafélag


Næsta Nettómót verður 2.-3. mars 2019

Takið helgina frá - Frekari upplýsingar koma síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband