Færsluflokkur: Bloggar
4.3.2018 | 19:17
Óskilamunir á Nettómótinu 2018
Eins og alltaf þegar margir koma saman á Nettómóti vill það brenna við að eitthvað gleymist enda fjörið mikið. Eitthvað af óskilamunum hefur nú safnast upp og hefur þeim verið safnað saman í Íþróttahúsinu Sunnubraut, sími 421 1771.
Meðfylgjandi mynd sýnir það sem safnað hefur verið saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2018 | 01:17
Allir verða myndaðir á Nettómótinu 2018
SPORTHERO myndar öll börn sem keppa á Nettómótinu bæði í leik og á liðsmyndum.
Í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík verður miðpunktur liðsmynda-tökunnar. NETTÓ býður öllum keppendum og aðstandendum að nálgast liðsmyndirnar af heimasíðu SPORTHERO sér að kostnaðarlausu. Liðsmyndir frá mótinu birtast einnig á facebook síðu NETTÓ þar sem hægt verður að sækja, líka við og deila með vinum. Eitt lið dettur í lukkupott og fær páskaegg í boði NETTÓ.
Liðsmyndatakan hefst á laugardeginum kl. 12 og myndum allan sunnudaginn.
Á laugardag mæta Grindavík, Haukar,Keflavík, Njarðvík, Stjarnan, Víðir, Reynir og Álftanes.
Á sunnudag mæta Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Fsu, Hamar, Hörður, ÍA, ÍR, KR, Laugdælir, Reykdælir, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.
Alla helgina verði í boði að koma með keppendur í einstaklings myndatöku í anddyri íþróttahúsins við Sunnubraut. SPORTHERO verður með um helgina TILBOÐ á nýju býttimyndunum.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2018 | 15:16
Niðurröðun - Lokaútgáfa UPPFÆRÐ
Hér til hliðar á síðunni undir "Gögn - mótið 2018" er hægt að nálgast bæði flokkaða og óflokkaða niðurröðun.
Það er nauðsynlegt að forráðamenn og þjálfarar yfirfari til öryggis sín lið aftur því það hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á örfáum liðum.
Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Breytt 3.3.2018 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2018 | 17:57
Staðan á niðurröðun leikja - UPPFÆRT
Hér til hliðar á síðunni undir Gögn - mótið 2018 er hægt að nálgast leikjaniðurröðun allra leikja, óflokkaða þó. Það hefur gengið hægar en við vildum að flokka hana niður en við vinnum þó að því hörðum höndum og setjum hana inn um leið og hún liggur fyrir. Listinn yfir liðinn er einnig uppfærður, litlar breytingar á honum þó en hann er nauðsynlegur ef þið viljið skoða sjálf hvar ykkar leikir eru í heildarniðurröðuninni.
Flokkuð niðurröðun felst í því að hvert einstakt lið fær sína dagskrá beint í hendurnar með yfirliti yfir leiki síns liðs, kl. hvað þeir eru, á hvaða velli, við hvaða lið verður leikið og hvenær verður farið í bíó. Flokkaða niðurröðunin er jafnframt loka árekstrarpróf leikjadagskrár. Þetta auðveldar jafnframt foreldrum og forráðamönnum umtalsvert alla skipulagningu þar sem búið verður að handtína þetta úr 680 leikja hafinu fyrir þá.
Endanleg tala keppnisliða er 267 og leiknir verða 680 leikir á 32 klukkutímum á mótinu. Leikvellirnir verða 15 í 6 íþróttahúsum.
Tímarammi leikja:
Laugardagur:
leikir hefjast á öllum völlum kl. 8.00 og lýkur kl. 19.00
Sunnudagur:
leikir hefjast á öllum völlum kl. 8.00 og lýkur ýmist kl. 15.30 eða 16.00.
Verðlaunaafhenting hefst stundvíslega kl. 16.15 á sunnudag í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Leikið verður á eftirfarandi stöðum:
Íþróttahúsið í Keflavík - vellir 1-6
Íþróttahúsið í Njarðvík - vellir 7 og 8
Íþróttahús Heiðarskóla - vellir 9 og 10
Íþróttahús Akurskóla - vellir 11 og 12
Íþróttahús Myllubakkaskóla - völlur 13
Íþróttamiðstöðin í Garði - vellir 14 og 15.
Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Breytt 28.2.2018 kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2018 | 12:08
Liðin á mótinu 2018
Hér til hliðar á síðunni undir Gögn-mótið 2018 er kominn listi yfir öll skráð lið á Nettómótinu 2018. Þjálfarar og forráðamenn mega gjarnan skoða skráningu sinna liða og tryggja að allt hafi skilað sér rétt.
Fjöldi liða er meiri en nokkru sinni áður en alls eru liðin 262 frá 27 félögum. Niðurstaða úr niðurröðuninni liggur vonandi fyrir á mánudagskvöld, a.m.k. er stefnt að því.
Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2018 | 16:54
Skráningum lokið - Niðurröðun hafin
Nú þegar skráningum er lokið hefur verulegur fjöldi liða boðað komu sína og spennan fer að magnast.
Alls hafa 262 lið skráð sig til leiks frá 27 félögum og vinna við flókna niðurröðun er hafin.
Það verður allt í járnum með að skrúfa leikjadagskránna saman, slíkur er fjöldinn, en við munum engu að síður leysa það og allir fá að vera með sem hafa skráð sig.
Stefnt er að því að gefa út lista yfir öll þátttökulið félaganna á heimasíðunni í kvöld þannig að þjálfarar forráðamenn geti yfirfarið hvort þeirra skráning sé ekki örugglega staðfest.
Takk fyrir góðar viðtökur og við munum leggja okkur fram um að allir eigi gott mót líkt og áður.
Félögin 26 sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2018 eru:
Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Hamar, Haukar, Hörður,ÍA, ÍR, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reykdælir, Reynir, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Víðir, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.
Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.
KarfaN, hagsmunafélag
Barna- og unnglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur.
Bloggar | Breytt 24.2.2018 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2018 | 16:12
Lokadagur skráningar er alveg að renna upp ! - Fimmtudagskvöld, 22. feb. kl. 22.00
Nú er lokadagur skráningar á Nettómótið 2018 alveg að renna upp en síðasta tækifæri til skráningar er til kl. 22.00 á fimmtudagskvöld, 22. febrúar.
Strax í kjölfarið hefst leikjaniðurröðun.
Upplýsingar um skráningu, bæklinginn og fleiri upplýsingar er hægt að nálgast hér til vinstri á síðunni undir Gögn - mótið 2018.
Til viðbótar þeim upplýsingum sem beðið er um þar er gott að fá að vita fjölda liða hjá þeim sem er að skrá og hvort eigi að gista.
Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi dögum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Bestu kveðjur
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2018 | 12:13
Nettómótið 3.-4. mars 2018 UPPFÆRT
Næsta Nettómót verður 3.-4. mars n.k.og að sjálfsögðu er alltaf okkar markmið að mótið verði frábær upplifun fyrir alla sem sækja okkur heim í Reykjanesbæ þessa hátíðarhelgi. Það verður ekkert slegið af.
Síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er til fimmtudagsins 22.febrúar kl. 22.00. Um leið hefst vinna við flókna niðurröðun í bíó og leiki.
ATH. að útilokað er að taka við skráningum eftir að niðurröðun hefst.
Upplýsingar um skráningu, bæklinginn og fleiri upplýsingar er hægt að nálgast hér til vinstri á síðunni undir Gögn - mótið 2018.
Vegna tæknilegra vandamála í prentsmiðju hefur dregist að fá afhentan mótsbæklinginn sem verður dreift til allra aðildarfélaga KKÍ en okkur hefur verið lofað að hann komi í hús föstudaginn 16. febrúar og förum við í dreifingu á honum um leið og hann berst.
Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi dögum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.
Bestu kveðjur
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Breytt 15.2.2018 kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2017 | 16:14
Óskilamunir
Eins og alltaf þegar margir koma saman á Nettómóti vill það brenna við að eitthvað gleymist. Töluvert af óskilamunum hefur nú safnast upp, minna þó en oft áður.
Öllum óskilamunum er safnað saman í Íþróttahúsinu Sunnubraut, sími 421 1771.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2017 | 15:25
Afhenting verðlaunapeninga fyrir Nettómótið 2016
Eins og margir muna voru mótshaldarar afgreiddir með vitlausum verðlaunapeningum fyrir Nettómótið 2016.
Nú eigum við rétta verðlaunapeninga fyrir það mót og þeir þjálfarar sem vilja fá þá peninga afgreidda þurfa að hafa samband við Alexander Ragnarsson, gsm 863 0199.
Peningarnir verða síðan afhentir félögunum í einum pakka um leið og lokaathöfninni lýkur á sunnudag.
Kv.
KarfaN, hagsmunafélag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)