Færsluflokkur: Bloggar

Allt klárt til að hefja Nettómótið 2017

Nú er allt klárt og við bíðum bara eftir að geta flautað til leiks kl. 8.00 í fyrramálið. Búið að pússa flauturnar & pumpa í boltana. Sunnubrautin opnar kl. 7.00 og aðrir leikstaðir í síðasta lagi kl. 7.30.

Það er rjómablíða í Reykjanesbæ eins og yfirleitt og veðurspáin fyrir helgina er alveg fáránlega góð.

Hafið öll í huga að það koma engin vandamál upp á Nettómótunum, einungis verkefni sem þarf að leysa með bros á vör.

Verið hjartanlega velkomin á Nettómótið 2017

KarfaN, hagsmunafélag


Gististaðir liða

Gististaðir þeirra liða sem hafa staðfest gistingu eru samkvæmt eftirfarandi:

Holtaskóli:

Fsu, ÍA, UMFL, Vestri og Þór Akureyri.

Myllubakkaskóli: 

Breiðablik, Haukar, ÍR og Valur.

Njarðvíkurskóli:

Ármann, Fjölnir, Hamar, Grindavík, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn.

Björkin Njarðvík (rétt hjá Njarðvíkurskóla):

Höttur

Heiðarskóli: 

KR.

Gististjóri mótsins er Hjörvar Örn Brynjólfsson 692 2726

  • Mikilvægt er að vel sé gengið um skólana og stofum sé skilað í því ástandi sem komið var að þeim.
  • Gæsluaðili verður á gististöðum á vegum mótshaldara frá morgni til kvölds.
  • Vinsamlegast skiljið ekki verðmæti eftir á gististöðum né keppendur án ábyrgðaraðila.

Kveðja

KarfaN, hagsmunafélag


Leikjaniðurröðun UPPFÆRÐ

Því miður urðu mistök hjá mótsstjórn varðandi kynjaskiptingu liða frá Snæfell á mótinu sem urðu þess valdandi að endurraða þurfti nokkrum leikjum.  Þetta snýr fyrst og fremst að árgöngum 2007 og 2008, bæði hjá strákum og stelpum.

Búið er að senda upplýsingar um þau lið/leiki sem breytingarnar hafa áhrif á til forráðamanna/þjálfara liðanna í tölvupósti.

Allir geta þó tekið stöðu á sínum liðum á nýjan leik í skjalinu "Flokkuð leikjaniðurröðun 2017" undir Tenglar hér til hliðar á síðunni en skjalið hefur verið uppfært.

Biðjumst velvirðingar á þessu róti og vonum að þetta komi ekki að sök.

Kv.

KarfaN, hagsmunafélag.

P.s. Upplýsingar um gististaði liða kemur inn á síðuna í dag.


Niðurröðun klár og stemmingin magnast

Sæl öll

Nú liggur leikjaniðurröðun Nettómótsins 2017 fyrir, bíó o.fl. og öll lið geta farið að skipuleggja sig með nákvæmum hætti.

  • Mótið í ár verður afar vel sótt og er álíka stórt og mótið í fyrra
  • 23 félög hafi boðað þátttöku sína á mótið með 238 keppnislið og búið er að setja upp 548 leiki á 15 leikvöllum í 6 íþróttahúsum.
  • Undir Tenglar hér til hliðar á síðunni er skajlið "Flokkuð leikjaniðurröðun" þar sem búið er að stilla upp fyrir hvert lið hvaða leiki hvert lið á, hvar, hvenær og á hvaða tíma skal farið í bíó.
  • Einnig er að finna lista þar yfir alla keppnisvelli á mótinu í ár, þar sem búið er að setja link á hvern keppnisstað á kort www.ja.is
  • Undir Tenglar er jafnframt skjal sem skýrir greiðslufyrirkomulag og afhendingu mótsgagna.
  • Neyðist lið til að draga sig úr keppni af óviðráðanlegum orsökum munu leikir þess liðs verða boðnir liðum aukalega í sama aldurflokki skömmu fyrir mót.  Fyrstir koma fyrstir fá.
  • Þeir sem eiga eftir að tilkynna gistingu eða sem nákvæmasta fjölda á þeim sem gista eru hvattir til að senda okkur þær upplýsingar sem fyrst.

Við erum að verða spennt að fá ykkur í heimsókn og stefnum á að halda frábært mót líkt og áður.

Nettómótskveðjur

Kristjana Eir, mótsstjóri og KarfaN, hagsmunafélag.


Skráningum lokið - niðurröðun stendur yfir - UPPFÆRT

Nú þegar skráningum er lokið hefur mikill fjöldi liða boðað komu sína og allir farnir að verða spenntir.

Alls hafa 239 lið skráð sig til leiks og glænýr mótastjóri Kristjana Eir Jónsdóttir hefur hafið störf við flókna niðurröðun.

Þetta þýðir að við munum líkt og í fyrra þurfa að leika á 15 völlum því við viljum umfram allt að allir fái að vera með, 

Niðurröðun mótsins mun verða send út seint á mánudagskvöld eða fyrri part þriðjudags.

Takk fyrir góðar viðtökur og við munum leggja okkur fram um að allir eigi gott mót líkt og áður.

Félögin 23 sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2017 eru:

Álftanes, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Skallagrímur, Sindri, Snæfell, Stjarnan, Valur, Vestri, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.

Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

Kveðaja, Barna- og unnglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur.

 


Lokadagur skráningar er á fimmtudagskvöld, 23. feb. til kl. 22.00

Lokadagur skráningar á Nettómótið 2017 er til kl. 22.00 á fimmtudagskvöld, 23. febrúar. Strax í kjölfarið hefst leikjaniðurröðun.

 


Nettómótið 4.-5. mars 2017 -UPPFÆRT

Næsta Nettómót verður 4.-5. mars n.k. og hægt er að hefja skráningar.

Upplýsingar um skráningu, bæklinginn og fleiri upplýsingar má nálgast hér til vinstri á síðunni undir Gögn - mótið 2017.

Upplýsingar um skráningar á mótið verða sendar með tölvupósti til allra aðildafélaga KKÍ þriðjudaginn 7. febrúar.

Mótsbæklingurinn fer í dreifingu til félaganna upp úr 10.febrúar.

Síðasta tækifæri þjálfara/forráðamanna félags til að skrá lið til keppni er til fimmtudagsins  23.febrúar kl. 22.00 og um leið hefst vinna við flókna niðurröðun. 

ATH. að útilokað er að taka við skráningum eftir að niðurröðun hefst.

Gjaldskrá mótsins verður óbreytt frá fyrra ári.

Það er jafn ljóst og áður að fjölskyldan á gott mót í vændum. Ekkert verður slegið af þessa miklu hátíðarhelgi hér í Reykjanesbæ.

Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi vikum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.

Besu kveðjur

KarfaN, hagsmunafélag


Allt klárt og velkomin á Nettómótið 2016

Nú er allt klárt og við bíðum bara eftir að geta flautað til leiks kl. 8.00 í fyrramálið. Búið að pússa flauturnar & pumpa í boltana. Sunnubrautin opnar kl. 7.00 og aðrir leikstaðir í síðasta lagi kl. 7.30.

Hafið öll í huga að það koma engin vandamál upp á Nettómótunum, einungis verkefni sem þarf að leysa með bros á vör.

Verið hjartanlega velkomin á Nettómótið 2016

KarfaN, hagsmunafélag


Gististaðir liða

Gististaðir þeirra liða sem hafa staðfest gistingu eru samkvæmt eftirfarandi:

Holtaskóli:

Fsu, Hamar, ÍA, KFÍ, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, UMFL og Þór Akureyri.

Myllubakkaskóli: 

Breiðablik og Haukar

Njarðvíkurskóli:

Ármann, Fjölnir, Grindavík, ÍR og Þór Þorlákshöfn.

Björkin Njarðvík (rétt hjá Njarðvíkurskóla):

Höttur

Heiðarskóli: 

KR og Valur.

Gististjórar mótsins eru Guðný Björg Karlsdóttir & Kristín Blöndal. Símanúmer gististjórnar er 661 4643

  • Mikilvægt er að vel sé gengið um skólana og stofum sé skilað í því ástandi sem komið var að þeim.
  • Gæsluaðili verður á gististöðum á vegum mótshaldara frá morgni til kvölds.
  • Vinsamlegast skiljið ekki verðmæti eftir á gististöðum né keppendur án ábyrgðaraðila.

Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn

Karlsdóttir & Blöndal

 


Spennan magnast - Tilkynning fyrir mót

Hér til hilðar á síðunni er komið nýtt skjal sem heitir Tilkynning fyrir mót 2016. Þar eru ýmsir gagnlegir hlutir varðandi mótið sem við viljum skerpa á og biðjum alla að kynna sér.

Annars er allt að verða klárt og við erum tilbúin að hefja Nettómót af bestu gerð. Ekki skemmir fyrir að veðurútlitið er gott og rjómablíða í kortunum.

Upplýsingar um gististaði liða verða settar inn á síðuna fljótlega.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband