Nettómótinu 2025 lokið - Takk fyrir komuna

Bestu þakkir til allra fyrir þátttökuna á Nettómótinu um helgina. Mótið gekk vel en veðrið í mótslok ekki það besta og við vonum að allir komist heilir heim eftir allt fjörið um helgina. 

Alls voru keppendur á endanum 1.222 og við lékum 692 leiki í 244 liðum.

Á stóru móti sem þessu gerist það að eitthvað gleymist enda fjörið mikið. Eitthvað af óskilamunum hefur nú safnast upp og hefur þeim verið safnað saman í Íþróttahúsinu Sunnubraut, sími 420 1510.

Næsta Nettómót verður haldið helgina 7.-8. mars 2026

Körfuboltakveðjur

KarfaN, hagsmunafélag


Niðurröðun gistingar er klár

Nú hafa allir forráðamenn þeirra liða sem óskuðu eftir gistingu fengið tölvupóst með nauðsynlegum upplýsingum.

Gististaðirnir þetta árið eru þrír:

Njarðvíkurskóli við Íþróttahúsið í Njarðvík

Breiðablik, Haukar, Höttur, Selfoss, Sindri, Stjarnan, Samherjar, Snæfell og Vestri

Gististjóri - Gunnhildur Gunnarsdóttir 

Skólastofur Malarvelli - Við Vatnaveröld

Þór Akureyri

Gististjóri - Hjörtur Ingi Hjartarson

Bílastæði eru við Vatnaveröld.

Heiðarskóli Reykjanesbæ

Ármann, Hamar, ÍA, ÍR, Laugdælir og Tindastóll

Gististjóri - Hjörtur Ingi Hjartarson 

Við viljum biðja alla um að hjálpast að við að virða umgengisreglur og skoða meðfylgjandi skjal með skilaboðum um frágang á stofum við mótslok.

Þið verðið svo í sambandi við gististjóra á hverjum stað til að tilkynna komu.

20240302_201613

 


Öll gögn og tímasetningar liggja fyrir

Nú eru öll þau gögn komin hér inn á síðuna undir "Gögn - Mótið 2025" sem liðin þurfa til að geta skipulagt sig á mótið heima í héraði.

Leikjaniðurröðun er bæði í flokkuðu formi þar sem öll liðin geta séð dagskrá síns liðs og síðan er einnig heildaryfirlit með öllum liðum á öllum völlum sem hentar einnig þjálfurum/liðsstjórum til að lesa saman fleiri lið frá sama félagi.

Við vekjum athygli á að í mótsblaðinu eru tenglar á hverjum leikstað sem hægt er að klikka á með "google maps" staðsetningum allra helstu lykilstaða mótsins ef einhverjir eru í vandræðum með að rata í Reykjanesbæ og nágrenni.

Verið er að skipuleggja gistingu liða og verða þær upplýsingar gefnar út þegar því púsluspili lýkur. netto24-3261

 Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn um helgina.

 Áfram Körfubolti.

 


Niðurröðun lokið - Líf & fjör framundan

Leikjaniðurröðun liða er lokið og hér til hliðar eða neðst á síðunni undir "Gögn-mótið 2025" má finna flokkaða niðurröðun hvers liðs ásamt dagskránni í 88 húsinu.  Stóra leikjaplanið með öllum völlum verður síðan aðgengilegt á síðunni í kvöld auk frekari dagskrárupplýsinga og tímasetninga. Leikið verður á 18 leikvöllum í ár í 6 íþróttahúsum. Öll lið fá að lágmarki 5 leiki og flest lið í 1.-2.bekk 6 leiki. Í ár tökum við nýtt og glæsilegt íþróttahús í Innri Njarðvík í notkun, IceMar Höllina en þar verða 4 leikvellir (15-18). Þar munu fara fram flestir leikir í 1. og 2. bekk.
 
Þar sem við höfum nú fleiri velli til umráða en áður getum við aukið flæðið á mótinu enn frekar og mun lokaathöfn mótsins hefjast kl. 14.15 í ár og mótsslit verða kl. 14.50 á sunnudag.
 
Alls eru liðin í mótinu 243 og leikir á dagskrá eru 692.  Ef lið forfallast verður öðrum liðum innan sama árgangs boðið að hlaupa í skarðið ef þau hafa tækifæri til.

Við hvetjum jafnframt alla til að kynna sér alla afþreyingu sem er innifalin í mótinu eins og Hoppukastalagarðinn sem settur verður upp í Reykjaneshöll og Vatnaveröld sundmiðstöð þar sem m.a. eru nýjar magnaðar rennibrautir auk þess sem nýja WipeOut brautin verður aftur sett upp í innilauginni. Það er þó það skilyrði sett að einungis syntir keppendur fá aðgang í hana.  Í 88 húsinu verðum við með dagskrá fyrir keppendur sem verður kynnt fljótlega.

Hlökkum til að sjá ykkur og  við ætlum okkur að halda flott og skemmtilegt Nettómót líkt og áður.

Kv.

KarfaN,hagsmunafélag


Skráningu lokið - Niðurröðun hefst

Nú þegar skráningum á Nettómótið 2025 hefur verið lokað hafa verið skráðir 1.184 keppendur á mótið og alls eru liðin á mótinu í ár 234 talsins frá eftirfarandi félögum:

Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Fylkir, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR,  Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan,  Tindastóll, Umf. Samherjar, Vestri, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.

Nú hefst leikjaniðurröðun og stefnt er að því að senda félögunum dagskrá hvers liðs í byrjun næstu viku til að þau geti hafið sína skipulagningu með t.t. dagskrár.

Kv.

KarfaN,hagsmunafélag


Lokadagur skráninga er í dag

Minnum á að lokadagur skráninga er í dag, fimmtudaginn 20. febrúar og allra síðasti dagur til skráninga á Nettómótið 2025. Niðurröðun hefst í kjölfarið.

KarfaN, hagsmunafélag

netto24-3225

netto24-3040 copy


Upplýsingar um skráningar o.fl.

Hér til hliðar eða neðst á síðunni undir Tenglar/Gögn mótið 2025 er að finna skjöl með upplýsingum um skráningu, mótsgjald, dagskrá o.fl.

Samhliða því hefur verið opnað fyrir rafrænar skráningar á mótið á sama stað.  Skráningarfrestur er til og með fimmtudagsins 20. febrúar n.k. og ath. að einungis er hægt að skrá lið en ekki einstaklinga.

Á rafræna skráningarforminu er reitur til að skrá hvort viðkomandi lið gistir og hversu margir. Ávallt skal a.m.k. einn fullorðin einstaklingur gista með liði. Gististaður liða sem koma af landsbyggðinni á föstudagskvöld verður í Holtaskóla sem er á svæðinu við íþróttahúsið í Keflavík, Blue höllina,  en önnur lið verða upplýst um í hvaða skóla þau gista 1-2 dögum fyrir mót.

Á mótinu í ár verður leikið á 14-16 völlum í 5-6 íþróttahúsum líkt og nú tökum við í notkun nýtt og stórglæsilegt íþróttahús við Stapaskóla í Njarðvík sem bætir flæði mótsins enn frekar. 

KarfaN,hagsmunafélag.


Næsta Nettómót nálgast og verður helgina 1.-2. mars

Næsta Nettómót barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur verður haldið í Reykjanesbæ helgina 1.-2. mars n.k. 

Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2014 og síðar.

Takið helgina frá fyrir þessa miklu körfuboltahátíð. Frekari upplýsingar verða sendar út á næstu dögum.

KarfaN,hagsmunafélag


Takk fyrir okkur

Nettómótið 2024 fór fram í Reykjanesbæ fyrstu helgina í mars eins og svo oft áður. Í ár var 6% fjölgun þátttakenda á mótinu og bæta þurfti við völlum í Sandgerði til að rúma allan leikjafjölda mótsins.

Ekki spillti fyrir að veðurguðirnir tóku þá ákvörðun að fara í sparigallann og leika við mótsgesti alla helgina.

KarfaN, hagsmunafélag unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hefur veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd mótsins en þar eru margar hendur sem vinna mikið og gott verk. Auk þess á mótsnefnd öfluga bakhjarla sem hafa stutt með myndarbrag við mótið í gegnum árin með fjölbreyttu framlagi.

Í ár var leikið í Akurskóla, Ljónagryfjunni, Bluehöllinni, Heiðarskóla og í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Við kunnum vinum okkar í Suðurnesjabæ bestu þakkir fyrir afnotin af húsinu en þess má geta að íþróttahúsið í Sandgerði er fyrsti íþróttasalur landsins sem var  LED-væddur með fullri keppnislýsingu.  Vel gert Sandgerðingar.

Hundruði leikja þarf að dæma og dómurum mótsins færum við kærar þakkir, foreldrum/forráðamönnum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu líka. Það er svo margt sem hangir saman þegar svona viðburður á sér stað. Þrátt fyrir að um körfuboltamót sé að ræða eru jafnan margar deildir sem leggja lóð sín á vogarskálarnar og því ekki óalgengt að knattspyrnudeildir Njarðvíkur og Keflavíkur séu að snúast með okkur þessa daga auk fjáröflunarhópar innan körfuknattleksdeildanna. Takk öll fyrir ykkar framlag.

Reyndar væri hægt að gera heilan kvæðabálk af þökkum eftir svona mót en Reykjanesbær og Nettó eru helstu bakhjarlar verkefnisins og sú velvild verður seint fullþökkuð. Með jafn öfluga bakvarðasveit við að gera gott mót fyrir körfuboltakrakka horfum við björtum augum til framtíðar og allar líkur á því að Nettómótið 2025 fari að hluta til fram í nýjum og glæsilegum Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Þá verður heldur betur tilefni til að bæta við þátttakendum svo fylgist vel með þegar við kynnum mót næsta árs sem haldið verður 1.-2. mars. 

Með vinsemd, virðingu og kærum þökkum

KarfaN, hagsmunafélag


Að loknu Nettómóti

Bestu þakkir til allra fyrir þátttökuna á Nettómótinu um s.l. helgi. Mótið gekk frábærlega fyrir sig og allt gekk eins og í sögu að því best er vitað enda var blíðskaparveður alla helgina og það hjálpar alltaf til.

Á stóru móti sem þessu gerist það að eitthvað gleymist enda fjörið mikið. Eitthvað af óskilamunum hefur nú safnast upp og hefur þeim verið safnað saman í Íþróttahúsinu Sunnubraut, sími 421 1771.

Næsta Nettómót verður haldið helgina 1.-2. mars 2025. Á því móti munum við bæta í flóruna með glænýju Íþróttahúsi við Stapaskóla í Njarðvík þar sem munu koma inn a.m.k. 4 nýir leikvellir.

Körfuboltakveðjur

KarfaN, hagsmunafélag


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband