Skráningum lokið - 22 félög mæta til leiks í 171 liði - Niðurröðun hafin

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu og vinna við niðurröðun leikja og bíó hafin. 

Alls hafa 171 lið skráð sig til leiks frá 22 félögum á Nettómótið sem hefur ekki verið haldið síðan 2019.

Allflestir þjálfarar og forráðamenn hafa þegar gefið staðfestingu á réttri skráningu með tölvupóstsamskiptum en þeir sem það eiga eftir eru vinsamlegast beðnir að staðfesta sem fyrst. Listi yfir öll þátttökulið félaganna er einnig kominn hér síðunni til vinstri undi Gögn-Mótið 2022 þar sem þið getið einnig rennt yfir ykkar lið á listanum. 

Félögin 22 sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2022 eru:

Ármann, Afturelding, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Hrunamenn, ÍA, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Vestri, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.

Setjum inn frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.

KarfaN, hagsmunafélag


Framlengum skráningarfrest til kl. 19.00 í dag föstudaginn 1. apríl

Búið er að framlengja lítillega skráningarfrestinn á Nettómótið 2022 og hafa liðin tíma til kl. 19.00 í dag til að ganga frá skráningu á rafrænt form hér til hliðar á síðunni undir flipanum; Gögn - Mótið 2022.

KarfaN, hagsmunafélag.


Lokadagur skráninga fimmtudaginn 31. mars.

Lokadagur skráninga er handan við hornið en síðasta tækifæri til skráninga er fimmtudaginn 31. mars.

Í kjölfar þess hefst uppröðun leikjadagskrár og bíó en eins og allir vita sem þekkja Nettómótið þá er um að ræða stanslaust fjör frá morgni laugardags fram á miðjan sunnudag. Þó körfuboltinn sé í aðalhlutverki er fjölmargt annað að venju sem verður til skemmtunar.  Allir borða saman hádegis- og kvöldverð á laugardegi og fá pizzaveislu frá Langbest á sunnudeginum, hoppukastalagarðurinn í Reykjaneshöll verður á sínum stað þar sem m.a. lengsta þrautabraut landsins verður í boði, allir keppendur fá frítt í sund og sprell í Vatnaveröld Reykjanesbæ þar sem m.a. má finna 2 glænýjar og spennandi rennibrautir. 88 húsið og Ungmennagarðurinn verður opinn og m.a. verður hjólabrettaleiðsögn í boði á laugardeginum fyrir áhugasama. Allir fara saman í bíó, á kvöldvöku og síðan endum við þetta allt með lokaathöfn og verðlaunaafhentingu til allra keppenda og þökkum fjölskyldu og félögunum fyrir samveruna um helgina.

Geggjað stuð eins og vanalega og stefnt að því að börn sem fullorðnir leggist sælir á koddann í lok dags með góðar minningar af helginni.

Setjum fljótlega inn fleiri upplýsingar og fréttir.

Kv.

KarfaN, hagsmunafélag

 

 


Opnað hefur verið fyrir skráningar á Nettómótið 2022

Hér til hliðar á síðunni undir Tenglar/Gögn mótið 2022 er að finna skjal með upplýsingum um skráningu, mótsgjald, bíó o.fl. (Upplýsingar um mótið 2022.

Samhliða því hefur verið opnað fyrir rafrænar skráningar á mótið á sama stað.  Skráningarfrestur er til og með 31. mars n.k. og ath. að einungis er hægt að skrá lið en ekki einstaklinga.

Við munum ekki gefa út prentaðan bækling í ár heldur mnu öll gögn og upplýsingar verða á rafrænu formi.

Fylgist með hér á heimasíðu mótsins á komandi dögum, frekari upplýsingar verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.

Bestu kveðjur

KarfaN, hagsmunafélag


Nettómótið verður haldið 9.-10. apríl 2022 – 3 ár frá síðasta móti

Stjórnir barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekið þá ákvörðun að halda Nettómótið í Reykjanesbæ helgina 9.-10. apríl n.k.

Nettómótið hefur ávallt verið haldið fyrstu helgina í mars og er á dagatali KKÍ fyrir opin minniboltamót félaga þá helgi en legið hefur fyrir um hríð að ekki yrði unnt að halda mótið á þeim tímapunkti með t.t. stöðu COVID19.

Nú þegar heil þrjú ár eru liðin frá síðasta Nettómóti erum við orðin gríðarlega spennt að taka á móti iðkendum og hafa gaman saman við að spila körfubolta og gera allt hitt sem er í boði á Nettómótinu.

Mótið 2022 verður haldið með hefðbundnum hætti og mun bjóða upp á allt það besta sem einkennir gott  Nettómót enda er mikill hugur í stjórnum körfunnar í Reykjanesbæ og þeirra samstarfsaðilum að útfæra mótið á nýjan leik.  Vonandi sjáum við sem flesta körfuboltaiðkendur klára í slaginn eftir langt hlé. Takið helgina frá, frekari upplýsingar verða sendar fljótlega út til félaganna.

Áfram körfubolti – Áfram Nettómót

KarfaN, hagsmunafélag


Nettómótið 2021 fellur niður

Stjórnir unglingaráða körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekið þá ákvörðun að aflýsa Nettómótinu 2021 sem halda átti í Reykjanesbæ 6. og 7. mars næstkomandi. Á fundi deildanna var staða mála rædd og niðurstaðan er sú að ekki er talinn raunhæfur möguleiki á að fresta mótinu þar til síðar á árinu. Í ljósi mikillar óvissu sem ríkir vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar telja fulltrúar deildanna þetta því óhjákvæmileg ákvörðun.

Nettómótið er stærsta körfuknattleiksmót á Íslandi ár hvert þar sem allt að 1.300 börn hafa mætt til leiks, ásamt foreldrum og öðrum aðstandendum. Næsta Nettómót, það þrítugasta í röðinni, verður því haldið 5.-6. mars 2022. Þar mun öllu verða tjaldað til svo upplifun þátttakenda og gesta verði sem eftirminnilegust.

Með körfuboltakveðju,

KarfaN, hagsmunafélag


Nettómótið 2020 fellur niður - Næsta mót 6.-7. mars 2021

Líkt og öllum er ljóst var Nettómótinu 7.-8. mars 2020 „frestað um ótilgreindan tíma“ skömmu eftir að neyðarstigi Almannavarna hafði verið lýst yfir vegna COVID-19. Þetta reyndist óhjákvæmileg ákvörðun eftir að afboðanir í stórum stíl tóku að berast í kjölfarið.

Þessi ákvörðun var sú erfiðasta sem mótshaldarar hafa nokkurn tíma staðið frammi fyrir og erfiðast af öllu var þó að bregðast þeim fjölmörgu börnum sem var búið að hlakka lengi til mótsins.

Unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa nú fundað sérstaklega um framhaldið og hvaða möguleikar séu í stöðunni. Niðurstaðan er sú að við sjáum ekki raunhæfan möguleika á því að setja mótið aftur á dagskrá á þessu ári. 

Næsta Nettómót, það þrítugasta í röðinni, verður því haldið 6.-7. mars 2021. Þar mun öllu verða tjaldað til svo upplifun gesta verði sem best.

Einnig hefur verið ákveðið að árgangi 2009, sem átti að vera elsti árangur á þessu móti, verði boðið að vera með á næsta móti.

Bestu kveðjur

KarfaN, hagsmunafélag


Nettómótinu 2020 frestað um ótilgreindan tíma

Á stöðufundi mótsnefndar sem fór fram nú síðdegis var tekin sú erfiða ákvörðun að fresta Nettómótinu um ótilgreindan tíma. Mikil forsendubreyting varð í dag eftir fund Almannavarna síðdegis þar sem lýst var yfir neyðarstigi og í kjölfarið fóru afboðanir að berast í miklum mæli.

Mótsnefnd mun senda út frekari upplýsingar um framhald mála á næstu dögum.

KarfaN, hagsmunafélag


Gististaðir liða á Nettómótinu 2020

Gististaðir þeirra liða sem hafa staðfest gistingu eru samkvæmt eftirfarandi:

Holtaskóli:

Fjarðabyggð, Hamar, Haukar, Laugdælir, Sindri, Skallagrímur, Reykdælir, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn.

Njarðvíkurskóli:

Ármann, Höttur, ÍA, KR, Stjarnan, Valur og Selfoss.

Akurskóli (Kálfa):

ÍR

Gististjórar mótsins eru Kristín Blöndal 699 8318 og Guðný Björg Karlsdóttir 661 4643

  • Mikilvægt er að vel sé gengið um skólana og stofum sé skilað í því ástandi sem komið var að þeim.
  • Gæsluaðili verður á gististöðum á vegum mótshaldara frá morgni til kvölds.
  • Vinsamlegast skiljið ekki verðmæti eftir á gististöðum né keppendur án ábyrgðaraðila.

Kveðja

KarfaN, hagsmunafélag


Nettómótið 2020 og COVID-19

Ágætu mótsgestir

Töluverð umræða hefur eðlilega verið í þjóðfélaginu varðandi COVID-19 veiruna og af því tilefni hafa nokkrar fyrirspurnir borist mótshöldurum um hvort af mótinu verði.

Af því tilefni skal áréttað, að engin áform eru um að fella mótið niður.  Mótshaldarar hafa verið í samband við sóttvarnarsvið landlæknis og engin ástæða er talin til að falla frá fyrirhuguðum áformum. 

Lögð verður áhersla á almennt hreinlæti með sérstaka áherslu á handhreinsun samkvæmt ráðleggingum. Eins er biðlað til fólks sem verið hefur að finna fyrir lasleika, verið á skilgreindum hættusvæðum s.l. 14 daga, eða sent í sóttkví, að halda sig frá mótsstöðum sem og öðrum almenningsstöðum.

Á mótsstað mun jafnframt verða aðgengilegt handspritt með sýnilegum hætti og leiðbeiningar verða settar upp sem víðast með hvatningu um almennt hreinlæti og handþvott.

Mótshaldarar munu fara að öllu með gát og gefa út frekari leiðbeiningar hér á heimasíðunni og dreifa til allra liða með öðrum gögnum. 

Íþróttasamband Íslands hefur jafnframt sent aðildarfélögunum sínum fjölpóst og vakið athygli á að fylgjast með nýjustu uppfærslum á vefsíðu embættis landlæknis:

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

Bestu kveðjur

KarfaN, hagsmunafélag

 

Dear Participants,

There has been a lot of discussion lately about the COVID-19 virus. Because of all the concerns, regarding the virus, a few inquiries have been sent to the organizers if the tournament is still going to happen.

With all that being said, there is no intention in cancelling the tournament. The organizers have been in touch with the field of epidemiology of the Medical Director of Health and they found no reason to cancel the plans.

We will emphasize on general hygiene with a special emphasis on handwashing, according to recommendations. We also ask people that have been feeling sick, been in the predefined „danger zones“ in the last 14 days or have been sent to quarantine, to please stay away from tournament accommodations as well as other public places.

At the tournament accommodations there will be visibly accessible hand sanitizer as well as instructions around the area where guests are encouraged of general hygiene and hand washing.

The organizers will be careful, more detailed instructions will be published here on this website and distributed to all teams along with other documents.

The National Olympic and Sports Association of Iceland (ÍSÍ) has also sent all their members a mail and asked people to pay attention to the latest updated on the website of the Medical Director of Health.

The Medical Director of Health frequently updates their information on this website

Best regards

KarfaN, hagsmunafélag


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband