Færsluflokkur: Bloggar

Heildar leikadagskrá - Allir vellir

Hér til hliðar á síðunni má finna heildardagskrá í einu skjali fyrir alla velli sem getur komið sér vel fyrir þá sem eru með mörg lið á sínum snærum og þurfa skýra yfirsýn.

Annars er allur leikjaundirbúningur á lokastigi og okkur hlakkar til að fá ykkur á mótið.

Kv.

KarfaN, hagsmunafélag

 


Niðurröðun lokið - Leikir, bíótímar, staðfest dagskrá o.fl.

Leikjaniðurröðun liða er lokið og hér til hliðar á síðunni undir "Gögn-mótið 2024" má finna flokkaða niðurröðun hvers liðs ásamt bíótímum auk frekari dagskrárupplýsinga og tímasetninga. Leikið verður á 14 leikvöllum í ár í 5 íþróttahúsum. Öll lið fá að lágmarki 5 leiki. Kynnið ykkur einnig vel skjalið "Dagskrá mótsins og aðrar gagnlegar upplýsingar"

Alls eru liðin í mótinu 250 og leikir á dagskrá eru 631.  Ef lið forfallast verður öðrum liðum innan sama árgangs boðið að hlaupa í skarðið ef þau hafa tækifæri til.

Við hvetjum jafnframt alla til að kynna sér alla afþreyingu sem er innifalin í mótinu eins og Hoppukastalagarðinn sem settur verður upp í Reykjaneshöll og Vatnaveröld sundmiðstöð þar sem m.a. eru nýjar magnaðar rennibrautir auk þess sem nýja WipeOut brautin verður aftur sett upp í innilauginni. Það er þó það skilyrði sett að einungis syntir keppendur fá aðgang í hana.

Hlökkum til að sjá ykkur og  við ætlum okkur að halda flott og skemmtilegt Nettómót líkt og áður.

Kv.

KarfaN,hagsmunafélag

20230304_154638

 


Skráningu lokið - Niðurröðun hafin

Nú þegar skráningum á Nettómótið 2024 hefur verið lokað hafa verið skráðir 1.142 keppendur á mótið og alls eru liðin á mótinu í ár 250 talsins frá eftirfarandi félögum:

Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Fylkir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.

Nú hefst umfangmikil leikjaniðurröðun og stefnt er að því að senda félögunum dagskrá hvers liðs í byrjun næstu viku til að þau geti hafið sína skipulagningu með t.t. dagskrár.

Kv.

KarfaN,hagsmunafélag


Lokadagur skráninga er runninn upp

Minnum á að lokadagur skráninga er í dag, fimmtudaginn 22. febrúar og allra síðasti dagur til skráninga á Nettómótið 2024. Niðurröðun hefst í kjölfarið.

KarfaN, hagsmunafélag

Netto-695

Netto-1221


Það verður fjör í Vatnaveröld á Nettómótinu

20230304_160022Líkt og áður gerum við fullt af skemmtilegum hlutum saman á Nettómótinu með fjölskyldu og vinum.

Allir keppendur og liðstjórar fá frítt í Vatnaveröld-Fjölskyldusundlaug sem er við Sunnubraut í Keflavík.  Þar er bæði inni og útilaug með fullt af pottum og tveimur glænýjum og risastórum rennibrautum. Við endurtökum leikinn frá því í fyrra og setjum upp þrautabrautina góðu í innilauginni sem sló hressilega  gegn.

 


Upplýsingar um skráningar o.fl.

Hér til hliðar á síðunni undir Tenglar/Gögn mótið 2024 er að finna skjöl með upplýsingum um skráningu, mótsgjald, dagskrá o.fl.

Samhliða því hefur verið opnað fyrir rafrænar skráningar á mótið á sama stað.  Skráningarfrestur er til og með Fimmtudagsins 22. febrúar n.k. og ath. að einungis er hægt að skrá lið en ekki einstaklinga.

Á rafræna skráningarforminu er reitur til að skrá hvort viðkomandi lið gistir og hversu margir. Ávallt skal a.m.k. einn fullorðin einstaklingur gista með liði. Gististaður liða sem koma af landsbyggðinni á föstudagskvöld verður í Holtaskóla sem er við hlið íþróttahússins í Keflavík en önnur lið verða upplýst um í hvaða skóla þau gista 1-2 dögum fyrir mót.

Upplýsingar um bíómyndirnar fara alveg að detta í hús og verða settar inn um leið og þær liggja fyrir.

Á mótinu í ár verður leikið á 12-14 völlum í 4-5 íþróttahúsum líkt og áður en við bíðum enn eftir að geta tekið glænýtt íþróttahús við Stapaskóla í Njarðvík í gagnið sem enn er því miður ekki alveg tilbúið. 

Vegna þessa mun stærð mótsins takmarkast af því að við munum geta tekið á móti max. 220-230 liðum.  Þetta gæti þýtt að við verðum að setja einhver takmörk á fjölda liða í einhverjum tilfellum þó við vonumst til að sleppa við það.

KarfaN,hagsmunafélag.

 

Netto-92Netto-2037

 


Nettómótið verður haldið 2.-3. mars 2024

Næsta Nettómót barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur verður haldið í Reykjanesbæ helgina 2.-3. mars n.k. 

Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2013 og síðar.

Takið helgina frá fyrir þessa miklu körfuboltahátíð. Frekari upplýsingar verða sendar út síðar í janúar.

KarfaN,hagsmunafélag


Nettómótinu lokið - óskilamunir hafa safnast upp

Við þökkum öllum þeim fjölmörgu keppendum sem heimsóttu okkur um helgina fyrir þátttökuna og vonandi hafa allir átt góða heimferð.

Á stóru móti sem þessu vill það brenna við að eitthvað gleymist enda fjörið mikið. Eitthvað af óskilamunum hefur nú safnast upp og hefur þeim verið safnað saman í Íþróttahúsinu Sunnubraut, sími 421 1771.

Meðfylgjandi mynd sýnir hluta þess sem safnað hefur verið saman.  Að auki er eitthvað af skópörum sem hafa ratað á rangan stað.

Svartir Nike skór nr. 36 voru skildir eftir í stað samskonar skópars nr. 38. Það er Harpa í síma 866 7696 sem myndi gjarnan vilja fá rétt skópar til baka.

Einnig voru skildir eftir Viking skór nr. 34 en teknir samskonar skór nr. 37 í staðinn. Það er Guðbjörg í síma 840 0996 sem myndi gjarnan vilja fá rétt skópar til baka. 

Óskilamunir


Niðurröðun klár

Ágætu forráðamenn/þjálfarar skráðra liða á Nettómótið 2023

Leikjaniðurröðun liða er lokið og hér til hliðar á síðunni undir "Gögn-mótið 2023" má finna flokkaða niðurröðun hvers liðs ásamt bíótímum auk frekari dagskrárupplýsinga og tímasetninga. Eins og við tilkynntum fyrir mót þá höfðum við í ár einungis 12 velli til umráða en á stærstu mótunum til þessa höfum við þurft að nota allt að 15 velli. Okkur var ljóst að við gætum lent í vanda færu skráningar umfram það sem leikjaramminn gæfi okkur og sú varð raunin.  Auðvitað viljum við ekki þurfa að vísa liðum frá eða biðja þau að fækka og þjappa í liðum þannig að við ákváðum að raða mótinu upp með öllum liðunum sem skráðu sig og það þýðir að við náum ekki að gefa alveg öllum árgöngum 5 leiki en flestum þó.  Niðurstaðan er þessi:

  • Árgangur 2016 – 5 leikir á lið, 1x12 min
  • Árgangur 2015 – 5 leikir á lið, 1x12 min
  • Árgangur 2014 – 4 leikir á lið, 2x12 min
  • Árgangur 2013 – 5 leikir á lið, 2x12 min
  • Árgangur 2012 – 5 leikir á lið, 2x12 min

Alls eru liðin í mótinu 221 og leikir á dagskrá eru 536.  Ef lið forfallast verður öðrum liðum innan sama árgangs boðið að hlaupa í skarðið ef þau hafa tækifæri til.

Á Nettómótinu 2.-3. mars 2024 munum við verða með a.m.k 16-18 velli til umráða og þá verða allar takmarkanir úr sögunni.  Frekari gögn og upplýsingar verða birtar eða uppfærðar hér á heimasíðunni eftir því sem þörf verður á í aðdraganda mótsins.

Við hvetjum jafnframt alla til að kynna sér alla afþreyingu sem er innifalin í mótinu eins og Hoppukastalagarðinn sem settur verður upp í Reykjaneshöll og Vatnaveröld sundmiðstöð þar sem m.a. eru nýjar magnaðar rennibrautir auk þess sem ný WipeOut braut verður sett upp í innilauginni. Það er þó það skilyrði sett að einungis syntir keppendur fá aðgang í hana.

Hlökkum til að sjá ykkur og  við ætlum okkur að halda geggjað Nettómót líkt og áður.

Kv.

KarfaN,hagsmunafélag


Skráningum lokið - Niðurröðun hafin - Þátttaka umfram áætlanir

Við lokun skráninga er ljóst að sá leikjarammi sem við höfðum gefið okkur fyrir mótið er sprunginn.

Við ætlum okkur engu að síður að reyna allt sem í okkar valdi stendur til að koma öllum liðum inn sem er ekki einfalt verk en við erum með 36 lið umfram það sem við ætluðum okkur. Þetta þýðir að við gætum þurft að breyta einhverjum tímasetningum á útgefinni dagskrá og jafnframt tefur þetta eitthvað niðurröðunina og flækir en við reynum að gera okkar besta.

Alls hafa 23 félög boðað komu sína á Nettómótið 2023 og ætlum við að hafa þetta mikla hátíð að venju og skemmta okkur sem aldrei fyrr.

Skráðir keppendur á mótið eru 1.080 og eru liðin á mótinu í ár 221 talsins frá eftirfarandi félögum:

Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, UMF Samherjar, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.

Kv.

KarfaN,hagsmunafélag


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband